Samsýningin Ungir hafnfirskir myndlistarmenn var haldin 4. til 11. apríl í Æskulýðsheimili Hafnarfjarðar. Þátttakendur voru þau Gestur F. Guðmundsson, Guðmundur Ómar Svavarsson, Jón Thor Gíslason, Kristbergur Ó. Pétursson og Svava Björg Einarsdóttir. Sýningin var haldin að frumkvæði Helga Jónssonar, f.v. forstjóra Bæjarbíós.