2019
Tók þátt í Torgi Listamessu á Korpúlfsstöðum 4. til 6. október ásamt Oddrúnu systur sinni og voru þau saman með bás eins og árið áður. Í apríl hélt hann sýningu í Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði og um svipað leyti sendi hann frá sér bókina Efnistök - málverk, grafík og ljóð.
Dagana 9. til 17. nóvember hélt hann sýningu í Lyngási 7 í Garðabæ. Það var stór sýning; alls 100 verk og var þeim komið fyrir í anddyri hússins, stigagangi og á gangi annarrar hæðar.
Þann 18. nóvember hélt Kristbergur í nokkurra daga ferð til Amsterdam. Þar heimsótti hann Ríkisakademíuna á Opnum vinnustofum og gaf bókasafni skólans eintak af bókinni sinni. Einnig skoðaði hann sýningar í Van Gogh-safninu og í Rijksmuseum.
Dagana 1. til 22. desember tók Kristbergur þátt í Ljósabasar, fjáröflunarátaki fyrir Nýlistasafnið.