Málverkasýning í Menntasetrinu við Lækinn 2005 , Menntasetrið við Lækinn, miðstöð símenntunar


Viðtöl / Interviews

Myrkraverk í gamla Lækjarskóla

08.09. 2005

Hafnfirski listamaðurinn Kristbergur Ó. Pétursson sýnir verk sín í óhefðbundnu sýningarrými í Hafnarfirði. Hann hefur fyllt gamla Lækjarskólann af verkum frá mismunandi tímabilum á ferli sínum. í myndum Kristbergs takast á ljós og myrkur,

óbeisluð náttúran og kraftur þessa sérstaka listamanns.

„Þetta eru myndir allt frá níunda áratug síðustu aldar," segir Kristbergur
sem er afkastamikill málari þrátt fyrir að vera ekki alltaf í sviðsljósinu.
Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1985, sat á
skólabekk með meistara Megas og hélt síðar í viMng til Hollands þar sem
hann lærði við Rfkisakademíuna. Kristbergur er fæddur og uppalinn
í Hafnarfirði; þar hefur hann haldið flestar sýningar sínar. Og Hafnarfjörður
endarspeglast í verkum hans - hraunið og hin sérstaka birta.
„Ég er fæddur á Sólvangi og óx úr hrauni í Vesturbænum. Menn vaxa
ekki úr grasi í Hafnarfirði. Þeir vaxa úr hrauninu," segir Kristbergur og hlær.
Hann bendir á sérstakan skúlptúr, lágmynd þar sem hraunið fær á sig
sérstakan blæ. Á öðrum myndum er myrkrið nánast áþreifanlegt, óljós
form og fjarlægt ljós varpar dularfullumblæ á verkin. „Ég hef alltaf verið hrifinn af
myrkrinu. Vann mikið í svarthvítum grafískum myndum áður en ég fór í
málverkin. Þessi verk eru f raun framhald af þeirri vinnu. Barátta ljóss og myrkurs," segir Kristbergur. „Stfllinn er samt að breytast. Nýju myndirnar mínar eru öðruvísi. Það takast á í mér mismunandi stílar en á þessari sýningu vildi ég sýna sem fjölbreyttust
verk. Gefa einhverja mynd af ferli mínum." Á tölvu á annarri hæð í gamla Lækjarskóla er hægt að sjá ljósmyndir af skissum og uppdráttum Kristbergs frá árinu 1985. Sumar skissurnar urðu síðar stór olíumálverk, aðrar gefa mynd af þróun hans sem listmanns.
„Fyrst vildi ég skýra eitthvað út fyrir sjálfum mér," segir Kristbergur. „Nú finnst mér tilvalið að aðrir geti skoðað þessa þróun." Sýning Kristbergs er sú fyrsta sem er haldin í gamla Lækjarskóla. Lítíð hefur verið gert fyrir skólann síðan nýr Lækjarskóli var byggður skammt frá. Milli mynda Kristbergs eru tómir snagar, skólaklukkur og gamlar
korktöflur - minnisvarðar þess lífs sem eitt sinn lék um gangana. „Mér fannst tilvalið að sýna héma í skólanum. Húsið myndi sóma sér vel sem menningarhús í bænum þótt
auðvitað þurfi að gera mikið fyrir það," segir Kristbergur og rifjar upp þegar hann sjálfur var í skólanum, fyrir mörgum árum. „Ég man að einu sinni var ég rekinn heim eftir að hafa kastað snjóbolta í glugga á kennarastofunni. Ætli maður verði ekki þægari
núna." Sýning Kristbergs verður opin næstu vikur. Kristbergur segir best fyrir fólk að mæta á sunnudögum milli eitt og fimm, þá sé hann á staðnum. Aðra daga standi sýningin þó opin. Kristbergur vill lítíð gefa upp um framtíðina. Hann var með vinnustofu
í gömlu bæjarútgerðinni í fimmtán ár en stutt er síðan hún var rifin. Nú er hann með vinnustofu í gömlu húsi kennt við Dverg í miðbæ Hafnarfjarðar. Það hús á einnig að
rífa. „Maður er notaður til að merkja hús sem á að rífa," segir Kristbergur sem lætur húsnæðismál ekki stöðva sig í listsköpuninni. Spurður hvort hann sakni gömlu bæjarútgerðarinnar glottir Kristbergur og segir: „Það dugði ekkert minna en að rífa
allan Norðurbakkann til að koma mér þar út."

simon@dv.

 

Works of dark in the old school house

Artist Kristbergur Ó. Pétursson is exhibiting his work in an untraditional exhibition space in Hafnarfjörður. He has decorated an schoolbuilding with works from different periods in his career. Kristbergur´s works deal with light and darkness. He is a productive painter despite not always being in the spotlight. He graduated from Icelandic college of Arts and Crafts in 1985 and later went to visit the Netherlands where he studied at the National Academy of the Arts. Kristbergur was born and raised in Hafnarfjörður; there he has held most of his shows. And Hafnarfjörður is reflected in his works - the lava and the special light.
He points to a a sculpture for an example. In other images, the darkness is almost palpable, vague shape and remote light cast a mysterious shade. "I've always been impressed by darkness. Worked a lot in black and white graphics before I turned to paintings. These works are in fact a continuation of that work. The struggles of light and dark, "says Kristbergur." Still, the size is changing. My new images are different. I wanted to show diverse work.
On a computer on the second floor of the old Lækjarskóli you can see photographs of Kristbergur's sketches and drawings from 1985. Some of the sketches later became large oil paintings and give a picture of his development as an artist.
"First, I wanted to explain something to myself," says Kristberg. Kristberg's exhibition is the first to be held in the old Lækjarskóli. Little has been done for the school since the new Lækjarskóli was built a short while ago. Among Kristbergur's pictures are empty hangers, a school clock and old cork tablets - monuments of life once played around the corridors. "I found it ideal to show here. The house would do well as a cultural center in town though of course, a lot has to be done for it, Kristberg says, recalling when he himself was at school, many years ago.
Kristbergur says it is best for people to attend Sundays between one and five o'clock when he is there. Kristbergur wants to give up a little about the future. He had a studio in the old township for fifteen years but few months ago it was demolished. Now he has a workshop in an old house called Dvergur in the center of Hafnarfjordur. It is aso awaiting demolition. "One is used to mark a house to be demolished," says Kristbergur, who does not let housing issues stop him.

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

100x150 cm



DV viðtal

DV viðtal

Myrkraverk í Lækjarskóla

Myrkraverk í Lækjarskóla

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ