Málverkasýning í Ketilhúsinu á Akureyri 2001 , Ketilhúsið


Viðtöl / Interviews

Enginn hávaði

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir í Ketilhúsinu á Akureyri myndlistarsýning Kristbergs Ó. Péturssonar en henni lýkur á morgun. Sýningin er án yfirskriftar en Kristbergur segir að eftir á, þegar hann hafi heyrt athugasemdir sýningargesta,
hafi honum dottið í hug að heppileg yfirskrift hefði verið: Enginn hávaði.

Fallegt rými
„Framkvæmdastjóri Listasumars, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, kom að máli við mig í fyrra og spurði hvort ég vildi taka þátt í því 2001," segir Kristbergur. „Ég tók vel í það og síðan hef ég meira og minna verið að vinna að þessari sýningu og einbeitt mér alfarið að því frá áramótum. Ketilhúsið er mjög fallegt rými en ég hafði aldrei séð það fyrr en ég setti upp sýninguna. Miðað við þær forsendur geri ég mig ánægðan með útkomuna. Það er eins og rýmið hafi verið útfært með verkin til hliðsjónar. Og
Kaupvangsstrætið er góður staður fyrir myndlist."Þegar þessi sýning hefur verið tekin niður flyst hún að nokkru leyti í Safnahúsið í Borgarnesi þar sem Kristbergur opnar sýningu fjórtánda júlí. Kristbergur segir líklegt að sú sýning verði meiri blanda af nýjustu verkunum og þeim eldri.

„Þegar svona mikið er í deiglunni þá hef ég þurft að einbeita mér algjörlega að listinni. Þegar svona stendur á er listin mitt aðalstarf. Ég vonast til að selja myndir til að hafa upp í kostnað," segir Kristbergur sem hefur starfað við
ýmislegt meðfram listinni, svo sem kennslu, blaðamennsku, hákarlsverkun og löndun.
„Undanfarið hefur myndlistin haft yfirhöndina. Það er mjög gott því þá nær maður betri árangri á nokkrum mánuðum en nokkrum árum annars. Þróunin verður mun hraðari."
Kristbergur segir að breyting hafi orðið á verkum hans í þessari törn. „Ég breytti vinnuferlinu eiginlega óvart, sem býður upp á nýja möguleika. Eldri verkin einkenndust
af því að hver mynd var máluð nánast af fingrum fram, milliliðalaust. Það voru engar skissur og ég vann þar til ég var ánægður með myndina. Ef ég var ekki ánægður
lagði ég myndina til hliðar og byrjaði á annarri. Núna vinn ég myndir í stærra formi og þá er þessi aðferð dálítið glannaleg. Ég hef því bætt við góðri skissuvinnu og útfæri myndirnar nákvæmlega. Ég teikna fyrst, mála síðan lítið málverk sem ég stækka svo. Allt ferlið við stóru myndirnar er því fyrir fram ákveðið og ef eitthvað fer úrskeiðis þá er það beinlínis slys." 

„Kannski væri heiðarlegast að segja að ég sækti innblástur í eigin verk," segir Kristbergur. „Þau eru að sjálfsögðu sprottin upp úr ákveðnum jarðvegi fyrir utan mig. En annars er ég ekkert að velta mér um of upp úr skilgreiningum. Þegar ég er aö verki á vinnustofunni þá vinn ég eftir tilfinningunni um það hvort mynd virki eða virki ekki. Og ef ég er ánægður með hana þá stend ég við það."

 

No noise                                                                                                                In the past few weeks, Kristbergur Ó. Pétursson's works have been shown in ketilhúsið in Akureyri, but it will end tomorrow. The exhibition is without a caption, but Kristbergur says that after hearing comments of the visitors, he thought that a suitable caption would be: No noise.

Beautiful space
"Director of the Arts Summer, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, spoke to me last year and asked if I wanted to participate in it in 2001," says Kristbergur. The Ketilhús is a very beautiful space, but I had never seen it until I set up the show, and based on these assumptions I am happy with the outcome. And The shopping street is a good place for visual art. "Once this exhibition has been taken down, it will be installed in the Museum House in Borgarnes, where Kristbergur will open an exhibition on July 14th. Kristbergur says that this exhibition will be more a mixture of the latest works and the older ones.

"When there is so much going on, I have had to focus more on the art. When this is the case, my art is my main job. I hope to sell some works to cover the cost, "says Kristbergur, who has worked with
various things along the list, such as teaching, journalism, shark fermenting and on the waterfront. "Recently, visual art has been in the fore. It is very good because you get better results in a few months than a few years otherwise. The development will be much faster. "
Kristbergur says that his work has changed. "I actually changed the workflow by chance, which offers new possibilities. The older works were characterized because each picture was painted almost alla prima, directly. There were no sketches and I worked until I was happy with the picture. If I wasn't happy I put the picture aside and started another. Now I process images in a larger format. I have therefore added good sketching, I draw first, then paint a small painting which I then enlarge. So the whole process of the big pictures is decided in advance. "

"Perhaps it would be most honest to say that I sought inspiration in my own work," says Kristbergur. "Of course, they are sprouted from certain soil outside of me. But otherwise, I am not too concerned about definitions. I build on the feeling of whether or not a picture works. And if I'm happy with it, I'll stick to it. "


-

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

75x65 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

60x100 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

60x50 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

75x65 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

60x50 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

60x50 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

30x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

30x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

60x50 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

30x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x30 cm



Ketilhúsið á Akureyri, Listasumar 2001

Ketilhúsið á Akureyri, Listasumar 2001

Listasumar á Akureyri

Listasumar á Akureyri

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ