Málverkasýning á Sólon Íslandus 1996 , Sólon Íslandus við Bankastræti


Gagnrýni / Critique

Kúvending á línu

Kristbergur Ó. Pétursson á Sóloni íslandusi og Kaffi Óliver

Það vill brenna við að vopnin sriúist í höndunum á listamönnum sem hitta snemma á ferli sínum naglann á höfuðið. Sumir finna einfaldlega fljótt sína línu, eru náttúrubörn í listinni sem þurfa lítið meira en tæknilega aðstoð við að koma list sinni á framfæri. Sjaldnast finna listamennirnir fyrir því í pyngjunni hvort þeir séu á réttri leið, a.m.k. ekki i upphafi ferilsins, en oftast er um að ræða einhverja tilfinningu fyrir að hlutirnir gangi upp. Þegar litlar undirtektir verða næstu árin fara listamennirnir að efast um þessa linu sem þeir hafa þróað með sér og er jafnvel kjarni listar þeirra. Þá hefjast ef til vill miklar vangaveltur um tilgang listarinnar á hugmyndafræðilegum grunni eða kúvending í tækni og framsetningu. Kristbergur Ó. Pétursson, sem um helgina opnaði sýningu á Sóloni íslandusi, er tvímælalaust einn þeirra listamanna sem hafa farið að efast um að upphafslínan sé rétt. Nú sýnir Kristbergur fjórtán málverk frá síðasta ári sem eru í talsvert öðrum dúr en eldri verk hans sem hangið hafa uppi um nokkra hríð í Kaffi Óliver hinumegin götunnar.                                                                         

Átakalitlar skuggamyndanir                                                                                    Kristbergur dvaldi í norrænu listamiðstöðinni Sveaborg frá febrúarmánuði og til júníloka á síðasta ári og gerði þá þessi fjórtán málverk sem eru á sýningunni á Sóloni íslandusi. Þau verk eru mun mýkri og átakaminni en eldri verk Kristbergs. Hinn kröftugi grafiski eiginleiki málverkanna hefur vikið fyrir mjúkum skuggamyndunum í rauðbrúnum skala. Um leið er eins og verkin verði suðrænni, fái á sig blæ heittempraðs og lítt breytilegs loftslags í stað norrænna og expressjónískra stormbylja eldri myndverka. Vera má að Kristbergur sé meðvitað að vinna sig frá norrænni myndhefð en þá ber að líta til þess hvort hann hefur suðrænuna á valdi sínu. Að mínu mati eru það helst verkin þrjú við stigann sem hafa til að bera viðlíka snerpu og eldri verkin en á allt öðrum forsendum. Hér er það leikur með víddir og skuggaspil í áferð strigans sem vakir fyrir Kristbergi að tefla fram en áður var áherslan á persónulega og kröftuga tjáningu.                             

Sterk og persónuleg eldri verk                                                                              Eldri verkin á Kaffi Óliver eru flest frá 1987 til '92 en ein lágmynd er frá '94. Hér hefur áður verið fjallað um flest þessi verk á sýningum en í samhengi við hin nýju verk á Sóloni íslandusi eru verkin á Kaffi Óliver athyglisverð innsýn í það hvernig stíll getur umbreyst á stuttum tima. Sinkætingar Kristbergs frá '87-'88 og blek- og kolateikningarnar frá '88-'89 eru t.d. órafjarri myndunum á Sóloni og minna jafnvel á verk Ragnheiðar Jónsdóttur á næstu hæð fyrir ofan, á Sjónarhóli, sem voru gerð um svipað leyti og síðar. Þessi elstu verk Kristbergs eru að mínu mati með hans sterkustu og persónulegustu verkum. Málverkin fjögur frá '89-'92, sem þarna eru, standa einnig vel fyrir sínu, en hér þrengir húsnæðið um of að þeim. Kristbergur mætti velta fyrir sér fleiri möguleikum til tæknilegrar útfærslu línunnar sem hann lagði upp með í stað þess að fara yfir bæjarlækinn að leita að afslappelsi í suðrænu og sól. Hin innri sól skín skærast í átókum við efnið. 

Ólafur J. Engilbertsson

 

Kristbergur O. Pétursson at Sólon Íslandus and Kaffi Óliver

It sometimes happens that the weapons turn in the hands of artists who hit the nail on the head early on. Some simply find their line quickly, there are natural born talents in the art and need little more than technical skills to promote their art. Rarely do the artists find in their wallets whether they are on the right track, at least not at the beginning of their career, but there is usually a feeling that things are going the right way. When they meet with little attention the next few years, the artists begin to doubt their way and even the essence of their art. Then there may be a lot of speculation about the purpose of art on an ideological or quandary in technology and presentation. Kristbergur O. Pétursson, who opened an exhibition at Sólon Íslandus this weekend, is undoubtedly one of the artists who have begun to doubt that the starting line is correct. Now, Kristbergur shows fourteen paintings from last year that are in a slightly different way than his older works that have been hanging around for a while in Kaffi Oliver on the other side of the street.

Conflicting shadows

Kristbergur stayed at the Nordic Art Center Sveaborg from February to June last year, making these fourteen paintings on display at Sólon Íslandus. These works are much smoother and less conflicting than Kristbergur's older works. The powerful graphic feature of the paintings has given way to soft silhouettes on a reddish-brown scale. At the same time, as the works become more tropical, the tones of warm tempers and slightly varying climates replace the Nordic and expressionistic storms of older works. Kristbergur may be conscious of working away from Nordic imagery, but the question is if he masters the tropical power. In my opinion, it is mainly the three works on the stairs that have the same sharpness and older work. Here it is a play with dimensions and shadow in the texture of the canvas that Kristbergur tries to draw forward, but before it was the focus on personal and vigorous expression.

Strong and personal older work

The older works at Kaffi Óliver are mostly from 1987 to '92, one is from '94. Most of these works have previously been reviewed in exhibitions, but in the context of the new works on Sóloni íslandusus, the works at Kaffi Óliver provide an interesting insight into how styles can be changed in a short time. Kristbergur's etchings from '87 -'88 and the ink and charcoal drawings from '88 -'89 are way different from the pictures on Sólon and even reminiscent of the works of Ragnheiður Jónsdóttir on the next floor above, on Sjónarhóll, which were made at about the same time and later. Kristberg's oldest works are, in my opinion, his strongest and most personal works. The four paintings from '89 -'92 that are there also stand up well, but here the space is too small for them. Kristberg could contemplate more possibilities for the technical implementation of the line he proposed instead of going over the town stream looking for relaxation in the tropical and the sun. The inner sun shines brightly in conflicts with the material.

Ólafur J. Engilbertsson

Daufir sveipir

Gallerí Sólon Íslandus

Islendingar hafa löngum notið góðs af því mikla samstarfi, sem á sér stað milli Norðurlandanna í menningarmálum. Þessa hefur ekki síst gætt í myndlistinni, þar sem íslenskir listamenn hafa haft aðgang að vinnustofum á hinum Norðurlöndunum í lengri eða skemmri tíma, og oft komið þaðan aftur hlaðnir nýju efni, sem hefur orðið kjarni nýrra sýninga. Þetta á vissulega við hér, en Kristbergur dvaldi fyrri hluta síðasta árs í umdeildri menningarmiðstöð Norðurlandanna í Sveaborg í Finnlandí, og þar vann hann flest þeirra fjórtán málverka sem hann sýnir hér. Verkin eru öll án titils, ónúmeruð og án merkinga, þannig að það eru ljóslega heildarhrifin og þau vinnubrögð sem í þeim felast sem eru aðalatriði sýningarinnar. Þessi tímalausu málverk eru án beinna tengsla við nokkuð utan flatarins, sem kemur nokkuð á óvart í ljósi fyrri sýninga Kristbergs. Hvort sem kenna má áhrifum vinnustaðarins eða öðru hefur hér orðið talsverð breyting á verkum hans, þar sem sveipir lofts og láðar líkt og hverfast í fletinum um einhvern miðlægan punkt. Flestar myndirnar byggja á dimmum rauðbrúnum tónum. Er liturinn unninn mjög niður í flötinn, þannig að heildarsvipurinn er daufur og allt að því drungalegur í þeim skiptum ljóss og skugga sem heildarsvipurinn byggir á hverju sinni. Þessi verk þola litla birtu, og virðast fyrst og fremst byggja á athugun listamannsins á fínlegum innri gildum flatarins. Þannig er helst hægt að líkja þessu við leik í miðlinum; leikur ljóss og skugga einn og sér vekur hins vegar varla mikinn áhuga áhorfandans, þar sem engar vísbendingar er að finna um tilgang eða markmið. Það er erfitt að meta árangur þeirra umbreytinga sem hér hafa orðið í list Kristbergs. Framhaldið mun þar ráða mestu, ef tengslin við þessar þreifingar koma fram síðar; að öðrum kosti er aðeins hægt að tala um dauflegt millispil í listsköpun hans, hvíldarstund milli annarra viðfangsefna. Hér er að lokum vert að nefna annað, sem lýtur að umgjörð sýningarinnar. Salurinn á Sólon íslandus er tekinn að láta á sjá, og mætti vel við nokkurri upplyftingu; þreytulegt umhverfi getur sjaldan orðið til að draga fram kosti listarinnar, sem þar er sýnd.

Eiríkur Þorláksson

 

Sólon Íslandus Gallery

Icelanders have long benefited from the great cooperation that takes place between the Nordic countries in cultural matters. This has not least been the case in the visual arts, as Icelandic artists have had access to workshops in the other Nordic countries for longer or shorter periods, and often returned with fresh ideas, which have become the essence of new exhibitions. This is certainly true here, but Kristbergur spent the first half of last year in the controversial Nordic Cultural Center in Sveaborg, Finland, where he did most of the fourteen paintings he exhibits here. The works are all untitled, unnumbered and without markings, so it is clearly the overall effect and the working methods that are the main elements of the exhibition. These timeless paintings are without direct connection to anything outside of them, which is somewhat surprising in light of Kristberg's earlier exhibitions. Whether the effects of the workplace is to blame or otherwise, there has been a considerable change in his works, where the air is shrouded and, as it were, swirling around the central surface at some central point. Most pictures are based on dark reddish tones. The color is worked very down to the surface, so that the overall look is somewhat dull and murky in the borders of light and shade that the overall look is based on. These works are poor in light, and seem to be based primarily on the artist's observation of the finer interior values ​​of the picture plane. Thus, this can be likened to a game in the medium; The game of light and shadow alone, on the other hand, hardly arouses much interest in the viewer, as there is no evidence of aim or purpose. It is difficult to assess the success of the transformations that have taken place here in Kristberg's art. The continuation will prevail there, if the connection with these endeavors emerges later; otherwise, you can only speak of a flawed interplay in his artwork, a rest between other subjects. Finally, it is worth mentioning another, which relates to the setting of the exhibition. The hall of Sólon íslandus has begun to be displayed, and was well attended with some uplift; A tired environment can rarely be used to highlight the benefits of the art shown there.

Eiríkur Þorláksson

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

15x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

50x100 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

55x130 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

0x0 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

60x80 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

65x80 cm

Án titils

Án titils

Olía á striga  

50x100 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

50x99 cmSýning á Sólon Íslandus

Sýning á Sólon Íslandus

Sýning á Sólon Íslandus

Sýning á Sólon Íslandus

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ