Sýning í kaffistofu Hafnarborgar 1994 , Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar


Gagnrýni / Critique

Þrjár sýningar

... Í Kaffístofu Hafnarborgar er þriðja sýningin og er um að ræða nokkur olíumálverk á striga eftir Kristberg Pétursson. Kristbergur lauk námi við MHÍ 1985 og var svo við framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985-88. Hann hefur haldið fjórar sýningar og þeirra viðamest var sýning í aðalsölum Hafnarborgar á sl. ári er góða athygli vakti og er þeim er hér ritar í fersku minni. það eru 9 verk á sýninunni og öll frekar smá og litaskalinn er áberandi brúnn og rauður jafnframt því sem örfínum blæbrigðum kaldra frumlita bregður við. Einkenni myndanna er jafn og hægur litrænn stígandi með ljóðrænu yfírbragði. Myndverkin eru fyrirferðarlítil á veggjunum, eru vel og varfærnislega máluð en luma á sér, auk þess sem drjúg íhugun virðist Jiggja að baki þeirra. Ég tók varla eftir þessum myndum við fyrstu skoðun, en þær urðu þeim mun ágengari í annari yfírferð, enda er aðall þeirra að gerandinn er eins spar á áhrifameðölin (effektana) og hugsast getur. í þeim er einhver dularfull kosmísk birta og ró í bland víð eilífðina sem kemur einkum fram í aflöngum myndum nr. 1 og 2. Satt að segja njóta myndirnar sín ekki á staðnum, því að eðli þeirra kallar á sérstakt umhverfi og lýsingu. Allar þessar þrjár sýningar standa til sunnudagsíns 20 marz. 

Bragi Ásgeirsson

 

... The third exhibition is in the cafeteria of Hafnarborg, and it consists of oil paintings on canvas by Kristbergur Pétursson. Kristbergur graduated from The Icelandic College of Arts and Crafts in 1985 and then went on to graduate studies at the Rijksakademie in Amsterdam 1985-88. He has held four exhibitions, the most important of which was an exhibition in the main halls of Hafnarborg last year. It attracted good attention and is fresh in the memory of the one who writes here. There are 9 works on the exhibition and all of them are rather small and the color palette is noticeably brown and red as well as the subtle nuances of cool blueish colors. The characteristics of the images are of a slow, colorful ascendance with lyrical overtones. The paintings are compact on the walls, well and carefully painted, in addition seem to have a careful contemplation behind them. I hardly noticed these paintings at first sight, but they became much more prominent in the second review, as their main thing is that the artist is as spare on the visual effects as posible. In the works is some mysterious cosmic brightness and tranquility in the blend of eternity, which is especially evident in elongated images no. 1 and 2. True, their pictures do not enjoy the place, because their nature calls for a special environment and lighting. All three of these exhibitions will end on Sunday March 20.

Bragi ÁsgeirssonSýning á kaffistofu Hafnarborgar

Sýning á kaffistofu Hafnarborgar

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ