Sýning í Hafnarborg 1993 23. ágúst 1993 - 13. september 1993 , Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar


Gagnrýni / Critique

Smásukk í Hafnarfirði

Mér var uppálagt að fara á eina sýningu í Hafnarfirði á laugardaginn var. Ég hljóp útundan mér og fór á þrjár - jafnvel fjórar, eftir því hvernig er talið.                             

Ljúfur pastell                                                                                                          Níels Arnason er sjötugur Hafnfirðingur sem opnaði sína fyrstu einkasýningu á laugardaginn var, 46 árum eftir að hann lauk námi í Handíða- og myndlistaskóla Íslands. Hann sýnir 36 pastelmyndir í Sverrissal í Hafnarborg, myndir sem hann hefur gert á síðustu tveimur árum. Þetta eru ljúfar myndir og litríkar. Þær eru þó heldur margar fyrir minn smekk. Ég er ekkií nokkrum vafa um að sýningin hefði verið sterkari með færri myndum og kannski öðruvísi upp hengdum. Kröftugust fannst mér blómamynd nr. 21 og faglega unnar þær ljúfu myndir nr. 14 og 34 þar sem horft er tíl Helgafells.                                                                                                     

Þunglyndi eða umbrot                                                                                         Kristbergur Ó. Pétursson er fjörutíu árum yngri en Níels og ekki nema fimm ár síðan hann lauk samtals 10 ára námi hér heima og í Hollandi. Hann sýnir 38 olíumyndir og fjórar pappírsmyndir í hinum eiginlega sýningarsal Hafnarborgar. Þrettán þessara mynda, unnar 1990-'92, eru allt að því tveir og hálfur fermetri, en 22 þeirra litlar, unnar með spaða af mikilli færni. Þær eru bjartari sumar hinna minni mynda en flestar hinna stærri, þótt sú smámynd sem sótti mest á mig (nr. 32) sé svo dökk að varla grilli í nokkurt form í myrkrinu. Það voru hins vegar stóru hlemmarnir, nema númer tólf og þrettán, sem ollu mér angri fyrir það hve þunglyndislegar þær eru, því vissulega væri dapurlegt til þess að vita ef svo ungur maður og mikill öðlingur sem Kristbergur er þjáðist af þunglyndi. En þær gerðu mig forvitinn og spenntan við nánari athugun; þykkt málaðar og markaðar handbragði hins lærða manns og undir eða innan í allri olíunni einhver kraftur sem brýst þar um í dökku kófi. Það er tilhlökkunarefni að vita af þessu, ef maður trúir á það, og treystir því að Kristbergur leyfi þessum duldu öflum að brjótast upp á yfirborð myndflatarins - helst sem fyrst. Í Nönnukoti, innan um ilmandi bakkelsi og angandi kaffi, sýnir Kristbergur nokkrar myndir til viðbótar, en kotið er aðeins snertispöl frá höfuðbólinu. Og vert að fara þangað. Sýningar þessar standa til 13. september.                                                                                                       

Kæti                                                                                                                       í skemmtilegum sýningarsal, Portinu, sýnir Pétur Gautur Svavarsson, yngstur þeirra þriggja hstmálara sem heimsóttir voru þennan dag í Hafnarfirði. Og vegna þess aö ég veit ekki nema einhver skrifi, sé jafnvel búinn að því, verðugan dóm um sýningu Péturs ætla ég aðeins að segja þetta: Þessi sýning er full af kæti, birtu og gáskafullum leik manns sem kann og getur; fyrirtaks lyf við þunglyndi, og stendur aðeins degi skemur en þær í Hafnarborg og Nönnukoti.

 Úlfar Þormóðsson

Samræmd þróun

Fram til 13. september sýnir Kristbergur Ó. Pétursson 30 myndverk í aðalsölum Hafnarborgar og er þetta sjötta einkasýning hans. Kristbergur er vel menntaður listamaður, sem lauk námi við MHÍ 1985 og stundaði svo framhaldsnám við ríkislistaskólann í Amsterdam næstu þrjú árin. Ef ég man rétt var sérnám hans tengt grafík í MHÍ, en trúlega hefur hann fengið meiri áhuga á pentskúfnum í Hollandi, því að undanskildum fjórum kolteikningum sýnir hann að þessu sinni einvörðungu málverk. En þessi málverk hafa yfír sér áberandi grafiskt yfirbragð og Kristinn virðist vera niðursokkinn í að rannsaka mismunandi afbrigði af því sem nefna mætti samræmda þróun áferðar og litar á myndfleti. Þetta er trúlega viðamesta framtak Kristbergs á sýningavettvangi til þessa og hann færist mikið í fang í verkum sínum, þótt þau láti lítið yfir sér í fyrstu og virki í senn þung og einhæf. Í aðalsalnum eru 13 stór verk og í þeim er jafnan gengið út frá einum grunntóni og þá oftast dökkum og magnþrungnum. Fljótlega vöktu nokkur stóru málverkanna sérstaka athygli mína fyrir fínan og viðkvæman skurn og mjög markvissa form- og litræna þróun, en það voru myndir nr. 4, 7 og 12. Allar eru myndirnar byggðar upp á djúprauðum og lýsandi grunni, með jafnri stígandi frá skugga í ljós, og svo fínt farið í áferðina að þær minna á dulúðug og römm málverk gömlu meistaranna. Jafnframt hafa þær yfir sér einhverja óútskýranlega fyllingu sem séu þær tímalausar. En slík málverk njóta sín trúlega best í náttúrubirtu, í öllu falli fá þau vafasaman stuðning frá gerviljósinu, sem er kalt og frosið auk þess sem það endurkastast á yfirborði myndanna. Þessi jafna stígandi í verkunum í stóra salnum er þó rofín af tveim myndum sem eru sér á báti litrænt séð, en það er ljósa myndin nr. 12, sem að mínu mati er með athyglisverðustu myndum sýningarinnar, svo og okkurgula myndin nr. 13, sem minnir á kornakur. í hliðarsalnum er mikill fjöldi minni verka, en hér er áferðin jafnan slétt og höfuðáherslan lögð á mjúka stígandi. Lífrænastar þóttu mér myndirnar 20-25, sem búa yfír mun fjölþættari tilbrigðum en hinar. Kolteíkningamar eru formrænt i svipuðum dúr og málverkin en maður saknar hinnar litrænu hrynjandi, sem grátónamir ná ekki að bæta upp að fullu. Það eru önnur gildi sem ráða í myndum Kristbergs en fólk er vant á sýningum og þær láta lítið yfir sér, en í þeim er tvímælalaust eitthvað sem er í ætt við innri lífæðar myndflatarins. Þetta eru fyrst og fremst myndverk og ekkert umfram það.

Bragi Ásgeirsson

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

25x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

25x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

25x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

25x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

25x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

30x25 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

30x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

35x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

30x40 cm

Án titils

Án titils

30x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

188x140 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

110x150 cm

Án titils

Án titils

115x150 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

150x100 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

150x100 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

100x150 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

105x155 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

150x100 cm



Hafnarborg 1993

Hafnarborg 1993

Hafnarborg 1993

Hafnarborg 1993

Hafnarborg 1993

Hafnarborg 1993

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ