Sýning í Gallerí einn einn 23. mars 1990 - 8. apríl 1990 , Gallerí Einn Einn


Viðtöl / Interviews

Í uppreisn gegn eigin mótífum

- Þetta eru eins konar landslagsstemmur, segir Kristbergur Ó. Pétursson, sem opnar sína fjórðu einkasýningu í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg í kvöld. Kristbergur var við framhaldsnám í Hollandi 1985-1988 og hélt síðast einkasýningu í Nýlistasafninu 1987. - Núna sýni ég olíumálverk og teikningar, segir hann, - það, sem ég hef verið að fást við undanfarin tvö ár. - Ég lít á mig sem landslagsmálara, án þess að ég noti eiginleg landslagsmótíf, en ég er meðvitaður, - eða ómeðvitaður um kraftana í íslenskri náttúru. Þetta er alls engin nýaldarrómantík, ég er ekki á neinni dulrænni línu, en sum mótíf virðast einfaldlega hafa einhvers konar orkusvið. Ég held ég komist ekki hjá því að vera óskaplega íslenskur með alla þessa strauma á bakinu, en ég á mjög erfitt með að dæma um hvort eða hvernig ég er í tengslum við íslenska myndlistarhefð, því myndlist hér á landi er í dag mjög fjölbreytileg og samanburður er alltaf svolítið erfiður. - Ég fæst mikið við næturstemmningar, málverkin eru dökk og gróf, - og herská / ýg, en ég á erfítt með að segja hvernig þau verða þannig, því ég er alltaf í svo góðu skapi þegar ég er að vinna úr hugmyndum mínum. En mér virðist vera ómögulegt að tjá mig á þann hátt að fólk finni fyrir þægilegum bylgjum. Teikningarnar sem ég sýni eru alveg sama eðlis. Þær eru allar unnar af fingrum fram og þá á ég við að yfirveguð rökhugsun gerir ekki meira en að halda myndbyggingunni í samhengi. - Það má kannski segja að ég sé í uppreisn gegn eigin mótífum því ég brýt þau reglulega niður. Ef mér finnst hlutirnir ganga of eðlilega eða of venjubundið fyrir sig staldra ég við, því allir eru að leita að spennu í einhverri mynd og ég leita að henni í myndlistinni. Ég er ekki einn þeirra listamanna sem reyna að tjá rósemi og kyrrð í verkum sínum. Það hefur reyndar komið fyrir að ég geri það en slfkt hefur verið í lágmarki hjá mér undanfarið. - Ég hafði á sínum tíma, - og hef enn, mikinn áhuga á jarðlist og konceptlist, en langaði til að þjappa hugmyndum mínum saman inn á ferhyrndan flöt. Gera hluti, sem eru tiltölulega fljótgerðir og einfaldir í útfærslu. Ég vinn frekar hratt og nostra ekki við smáatriðin, því þá rofnar sambandið við hugmyndina og upprunaleg tilfinning mín fyrir verkinu verður óskýrari. - Ég finn fyrir nokkuð stöðugri þróun í minni listsköpun, hún breytist, en ég get ekki beinlínis sagt hvert stefnir. Þetta breytist án þess að ég viti beint af því, eftir því sem ég eldist og hugmyndir mínar um allt mögulegt taka breytingum. Ég held að listsköpun, af hvaða tagi sem hún er, hljóti að sýna innræti listamannsins ef hann leggur sig fram um að vera einlægur. Þess vegna ullu skilgreiningar þýskrar vinkonu minnar á myndunum mínum mér nokkrum heilabrotum á sínum tíma. Þá sýndi ég henni myndirnar frá sýningunni í Nýlistasafninu og hún sagði einfaldlega: Sexí. Síðan sýndi ég henni myndir sem ég gerði ári seinna og hún æpti: Glæpsamlegt! - Ég hef ekki ennþá krufið til mergjar hvað mér finnst um þetta, - enda kannski engin ástæða til að vera að brjóta heilann um skilgreiningar. - Ég fór í myndlist vegna þess að ég vildi sjá hvað ég kæmist langt með mína hæfileika. Mig langaði mikið til að stunda myndlist og hafði á sama tíma lítinn áhuga á þessum venjulegu brautum í lífinu. Nú tekur þrjóskan svo við, því eins og allir vita er geysilega hörð lífsbarátta að vera myndlistarmaður á íslandi. Mig langar til að halda áfram að mála, halda þvf áfram sem ég þykist vera að gera með þessari sýningu, og ég held að það hljóti að vera einhver leið til að búa hér og hafa það sæmilegt sem myndlistarmaður. Maður getur haft það alveg þokkalegt hérna, það er að segja ef kröfurnar ganga ekki af manni dauðum. - Á meðan ég var í Hollandi varð mér einu sinni á að skoða stórt kort af Evrópu þar sem ísland var einhvers staðar í horninu, langt útí hafi. Þá fannst mér allt í einu landið vera svo fjarlægt og kannski svolítið sorglegt að svona fámenn þjóð skuli una sér við að klóra augun úr náunganum yfir allskonar ómerkilegum málum. En maður venst þessu, - eða sættir sig við það. Það er kannski erf iðara að sætta sig við skilningsleysi í garð myndlistarmanna.

LG

Gagnrýni / Critique

Málverk og svartkrít

Bragi Ásgeirsson

Í listhúsinu einn einn að Skólavörðustíg 4 sýnir Kristbergur Pétursson málverk og svartkrítarmyndir fram til 4. apríl.  Kristbergur er aðallega þekktur fyrir framlag sitt á sviði grafíklista, en hann mun fyrst og fremst menntaður á því sviði. Það má og strax kenna grafík- listamanninn á myndunum á sýningunni, sem allar eru í dökkum tónum og margar hverjar frekar þungar í viðkynningu. Einkum á þetta við um krítarmyndirnar en formin í þeim eru yfirleitt þung, stíf og óvægin og lítið um ávalar, spengilegar línur og fjörlega og blæbrigðaríka grátóna. Það er þannig ekki mögulegt að kalla þetta lifandi og skemmtilega list þótt að myndrænt séð kunni þær fyllilega að standa fyrir sínu og umgerð þeirra gerir þær og ekki léttari, en á líkan veg römmuðu menn einmitt inn grafískar myndir í gamla daga og þótti sígilt. Ég er þess fullviss að með léttari umgerð kæmist boðskapur myndverkanna betur til skila — að því er virðist hinn harði og óvægi boðskapur. Það er mun léttara yfir málverkunum og í þeim meiri lífrænn hrynjandi og satt að segja þóttu mér þær myndir á sýningunni áhugaverðastar, sem búa yfir mestu innbyrðis spili og lífsmögnum. Ég er nefnilega ekki á því að persónueinkenni Kristbergs séu einmitt falin í þessum þungu og eintóna formum heldur frekar í dulmögnuðum kyngimætti, og sá er annað og meira en einungis svartir og harðir skuggar. Einnig dýpt, sveigjanleiki og lifandi blæbrigði.

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

140x200 cm

Án titils

Án titils

Olía   Pappír  

40x49 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

100x149 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

56x77 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

56x77 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

56x77 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Handunninn pappír  

56x77 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Handunninn pappír  

56x77 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Handunninn pappír  

56x77 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

55x80 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

55x80 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

55x80 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

55x80 cm

Án titils

Án titils

Blek   kol   Svartkrít  

55x80 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

100x150 cmGallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ