Sýning í Nýlistasafninu 1987 3. júlí 1987 - 12. júlí 1987 , Nýlistasafnið


Gagnrýni / Critique

Myndlistin í sinni „hreinu" mynd

Oft er það, þegar komið er á sýningar í Nýlistasafninu, að það sem haft er til sýnis virðist hanga einhvern veginn á veggjunum eða liggja á gólfinu. Myndir og hlutir eru jafnvel með engu númeri, maður veit ekki almennilega hvað er eftir hvern, á samsýningum, þarna er engin sýningarskrá og verkin nafnlaus. Í raun og veru er þetta afar eðlilegt. Þannig á þetta að vera. Verkin sem eru til sýnis eru í sinni hreinu mynd, komin til leiks við auga áhorfandans frá ungu fólki. Yfir öllu hvílir heilagur blær þess sem er nýskapað og nafnlaust. Helsta ljóðskáld borgarastéttarinnar á Islandi sagði að ekkert væri varið í landslagið, nema það bæri nafn, og annað skáld sagði að sín vegna mættu hlutirnir vera nafnlausir. í þessu ræður ekki aðeins mismunur á uppruna og stétt, heldur eru þarna ólík viðhorf til lífsins, listaverksins og sköpunarinnar. Og eins er þessi munur á sýningum í Nýlistasafninu og sýningum í öðrum sölum borgarinnar. Sýningar í hinu fyrr nefnda eru oftast trúar anda safnsins, þess sem er nýtt, ferskt og nafnlaust, þótt þær kunni að vera unnar í einhverjum ákveðnum stíl eða frá sjónarhorni, sem listamaðurinn hefur valið sér og við köllum stefnu eða skóla. Líka er annað, að myndirnar eru gjarnan það sem kallað er hráar, óunnar eða öllu heldur ófrágengnar. Þetta er einnig í anda safnsins. Myndirnar eru bara þær sjálfar og áhorfandinn fær engin hjálpargögn í hendurnar, til að nálgast þær: hvorki nöfn né einu sinni uppruna listamannsins. Áhorfandinn stendur því einn og hjálparlaus andspænis verkunum. Hann verður að nota sína dómgreind og breyta varnarleysi sínu í vit. En myndir í engri umgerð geta verið jafn fagrar, eða ljótar, og myndir sem eru í ramma. Eins og hraun sem vellur fram getur verið jafn fagurt sem efja og þegar það hefur storknað og hlotið „fullgerða" mynd og lögun. Mér finnst rétt að iáta þessa loksins getið eða koma með skýringu á „draslaraskapnum" sem virðist ríkja á sýningum í Nýlistasafninu. Til að leggja áherslu á orð mín, langar mig að benda á, að þegar listamenn Nýlistasafnsins eldast og öðlast sess, eins og það er kallað, og sýna á öðrum „virðulegri" stöðum, þá fá verk þeirra undantekningarlaust nöfn — og verðið á þeim verður viðráðanlegt fyrir millistéttina. Sýningarnar, sem núna eru í safninu, eru dæmigerðar fyrir trúhneigð; en hún hneigist ekki að persónubundnum guði í sköpunarverkimi, heldur að sköpuninni í sköpunarverkinu sjálfu. Myndirnar eftir Hrafnkel Sigurðsson, í efri salnum, hneigja form sín að lögun krossins, það er byggingu mannsins: því maðurinn er tvífættur kross, ef hann teygir út armana. Þessu formi mannslíkamans er fyrirkomið á ýmsa vegu, sem eru alltaf óhlutbundnir. Þarna eru hringar sem mynda kross, og þarna er krossform á bylgjum sem minna á hafið, krossform eru innan ferhyrnings og þeim er raðað með ýmsu móti. Það er ekki hægt að túlka þessi form, með hægu móti, þau eru bara þau sjálf og það, hvernig þeim er raðað. Maður getur af þeim töfrum verið annað hvort með eða á móti þeim. Þess vegna hafa þau eðli guðs eða djöfulsins, eru fögur eða ljót, jákvæð eða neikvæð. Maðurinu hefur notað ýmis nöfn yfir þessar andstæðu, eftir því hvernig stendur á fyrir honum í menningarsögunni. Núna erum við á jákvæða eða neikvæða stiginu. Svo og af því við finnum ekki auðveldlega hliðstæður formanna í hinni ytri náttúru, nema þríhyrnings, ferhyrnings og hringsins, eru þau þeim mun djúpstæðari í eðli okkar eða ferli: trúhneigðinni. í neðri salnum eru myndir Kristbergs Ó. Péturssonar. Þær eru með öðrum hætti en myndir Hrafnkels, en andinn er sá sami. Hann er sálrænn og trúarlegur. Þarna er mynd af dálítið skökkum þríhyrningi sem rís úr einhverju sem gæti verið sjór, og úr honum flaksast líklega slegið hár. Og ég spyr: Hver er munur á þessari mynd og mynd Botticellis af Vensusi sem rís úr hafi? Aðeins hin ytri form og liturinn, en eðlið er hið sama: Eitthvað guðlegt rís upp úr hreinleikanum, og hið lausa sem flaksast undirstrikar hina guðlegu eiginleika, og það er ástartól fyrir vindinn, andann. Ef þið vendið nú ykkar kvæði í kross og farið af sýningunni í Nýlistasafninu á sýninguna á verkum Kjarvals að Kjarvalsstöðum, og þið gangið að teikningum hans og reynið að má út spjöldin sem þær hafa verið límdar á (þau eru ferhyrnd og í snyrtilegum römmum, sem einhverjir „faglærðir menn", en ekki listamaðurinn sjálfur, hafa fært myndirnar í), þá sjáið þið að útlínur blaðanna eru ójafnar og ósköp „subbulegar", og það sama er að segja um krumpaðan pappírinn; en þannig eru þær í sinni hreinu og trúrænu mynd, eins og þær komu út úr skapandi huga listamannsins. Og þær voru nafnlausar og kostuðu þá ekkert nema áreynsluna. 

Guðbergur Bergsson

Af upprunalegum innblæstri

Það er dáldið gott að fá þrískipta grafíksýningu ungra listamanna í Nýlistasafnið sem nokkurs konar eftirþanka við alþjóðlegu grafikina að Kjarvalsstöðum um daginn. Ungir grafíklistamenn afneita nefnilega mörgu því sem tekið er gott og gilt í alþjóðlegri grafík um þessar mundir, til að mynda flestum viðteknum tæknibrellum , fágaðri framsetningu, geðfelldu myndmáli, það er öllu sem gerir grafík að nútímalegri „stofuprýði". í staðinn einbeita þeir sér að gömlum og ódýrum vinnsluaðferðum, dúkskurði og tréristu, sem hafa þann kost að listamaðurinn getur skorið til þrykks á eldhúsborðinu heima hjá sér og síðan þrykkt með litlum tilkostnaði, auk þess sem dúkurinn og tréristan varðveita sennilega meira af upprunalegum innblæstri og tilfinningahita listamannsins en aðrar og þróaðri aðferðir í grafíkinni. Ungir listamenn hafa einnig haft endaskipti á málmgrafík með því að ráðast á plötur með logsuðutækjum og margs konar fágætum eggjárnum, jafnvel skjóta á þær með byssum, og þrykkja síðan afleiðingarnar. Að prentun lokinni er ekki óalgengt að ungir grafíklistamenn máli eða teikni í þrykk sín og verða þau þá í reynd að nokkurs konar einþrykkjum, mónótýpum. Einnig er til í dæminu að þeir bæti inn í þau pappírsklippi annars staðar frá, snúi þannig verkinu upp í nokkurs konar „grafík-samklipp". Myndefni ungra grafíklistamanna er einnig sér á parti. Þeir eru óhræddir við siðaboðorð og láta allt flakka, hugaróra sína, grófa brandara jafnt sem aulahúmor, kynferðislegar þrár eða meinlokur, reiði og vandlætingu vegna ranglætis heimsins, þjóðfélagsgagnrýni og annað það sem þrúgar ungar sálir. Þó svo að hinir ungu oflátungar vilji vitanlega koma boðskap sínum á framfæri, og í skaplegt verð, hafa þeir oftast nær minni áhuga á fjölföldun og dreifingu verka sinna heldur en hinni grafísku lausn á tilteknum vanda. Að mörgu leyti er unga kynslóðin nær uppruna grafíklistarinnar - gömlu flugritunum, tvíblöðungunum og veggmyndunum, sem boðuðu trú, réðust á villutrúarmenn, gagnrýndu ráðamenn, o.s.frv. - heldur en hin tæknimenntaða og veraldarvana eldri kynslóð grafíkera. Sýningarnar þrjár í Nýlistasafninu eru með ýmsum þeim einkennum, sem nefnd eru hér að ofan, en eru þó gjörólíkar. Sýning Hrafnkels Sigurðssonar er þó gjörólíkust þeirra þriggja. Hann gerir dúkskurðarmyndir í strangflatastíl, strendinga ofan á ferninga og öfugt, ferninga ofan á hringi og öfugt, ferninga ofan á ferninga (og öfugt). Þessi tilbrigði um fábreytni eru skiljanlega fremur einhæf og bragðlítil.

Sýning þriggja Norðmanna, Guttorms Nordö, Anne Kraft og Knuts Nerby, uppi á lofti er meira í anda hinnar „nýju grafíkur". Allir nota þeir dúkskurð til að tjá sig um ringulreið nútímans, bresti í mannlegum samskiptum, ofbeldi, erótík, út frá ýmsum sjónhornum og með ekki litlu óstýrilæti. Sömuleiðis breyta þeir sjónhornum áhorfandans, eða þá a.m.k. „lestrarvenjum" hans, á grafísk verk. Myndir eru kannski þrykktar á úrgangspappír, eru ómaskaðar, hengdar upp á skakk, skjön og allavega. En ákefð Norðmannanna, lífsgleði og myndræn dirfska eru smitandi.

En merkustu grafíkina í Nýlistasafninu er samt að finna í aðalsalnum niðri þar sem Kristbergur Ó. Pétursson hefur hengt upp 12 stórar ætingar. Kristbergur nemur nú grafíklist við ríkisakademíuna í Amsterdam þar sem nokkrir kollegar hans hafa fengið uppfræðslu í sömu grein. Með þéttu neti svartra lína stílfærir hann landslag, og ýmislega torkennilega hluti/tákn af náttúrulegum uppruna uns þetta rennur saman í eina myrka heild. I þessum myndum er heilmikil rómantík, leit að hinu frumstæða og upprunalega í menningarsögunni en um leið gerir þessi rómantík Kristbergi kleift að endurmeta viðtekna náttúruskoðun, fá út úr landslaginu ný hughrif ásamt með skírskotun til hins yfirnáttúrulega. Sem sagt, býsna áleitin sýning. En sýningarskrá eða skrár væru til bóta. -ai

Þrjár sýningar

Þessa vikuna býður Nýlistasafnið upp á heilar þrjár sjálfstæðar sýningar í húsakynnum sínum. Á efri hæðinni sýna þrír Norðmenn frá Þrándheimi nokkrar dúkskurðarmyndir hver, þeir Anne Kraft, Guttorm Nordsjö og Knut Nerbý. Þetta fólk tengist útkomu tímarits nokkurs, sem nefnist „ElDjarda", sem stendur fyrir ýmsum uppákomum í heimahéraði og annars staðar. Af myndunum að dæma er þetta ungt fólk og kæmi mér ekki á óvart þótt þetta væru skólaverk. Innan um eru snoturlega gerðar myndir og þokkalega útskornar, svo sem nr. 1 „Egyptisk Kvinne" eftir Önnu Kraft og „Nafnlaus" (14) eftir Knut Nerbý. En annars virðist þessu unga fólki ekki liggja mikið á hjarta hvað sjálfa dúkskurðartæknina snertir og þjóðfélagsleg vandamál vefjast ei heldur fyrir þeim. Enn sem komið er einkennast myndir þeirra af verkstæðisandrúmi og skólunarviðhorfi svo sem iðulega má sjá í verkum óþroskaðra listspíra. Fátæklegur einblöðungur fylgir framtakinu og upplýsingar á honum eru í lágmarki.

Á palli sýnir Hrafnkell Sigurðsson nokkrar dúkristur og komu þær mér sannast sagna nokkuð á óvart og þá helst fyrir það að þær líkjast flestu öðru en dúkristum. Hélt ég eiginleg, að hér væri um samklippur í gagnsæjum pappír að ræða. En sjálft formið svo og útfærsla myndanna kom mér engan veginn úr jafnvægi enda slíkar tilraunir gamlir kunningjar og mikið iðkaðar f formfræði í skóla. Ekki gott að spá í þessar myndir, sem að auki fór lítið fyrir á þessum stað.

Á neðri hæð sýnir Kristbergur Ó. Pétursson allmargar stórar grafíkmyndir. Er skemmst frá að segja, að sýning Kristbergs er sú langsamlega veigamesta og í raun sú eina, sem á erindi á þennan stað. Kristbergur hefur náð sterkum tökum á þeim sérstaka tæknimiðli, sem hann hefur hallað sér að, og með tilliti til þess, að hann er ennþá í skóla má vænta mikils af honum í framtíðinni. Það má kannski finna að því hve einhæfar þessar myndir eru í útfærslu og tækni en þetta mun afleiðing þeirrar sérhæfingar sem víða tíðkast í listaskólum og sem gjarnan þrengir nemendum út í horn. Myndir Kristbergs eru dökkar og þungar en í þeim er einhver sterkur tjá- og sannfæringarkraftur sem rífur í skoðandann og krefst athygli hans. Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá Kristbergi.

Engin sýningarskrá — ekki einu sinni einblöðungur fylgdi tveim síðasttöldu sýnigunum, sem er með öllu ótækt. Slíkt kemur alltof oft fyrir á þessum stað enda er aðsóknin eftir því. Mun sá er hér ritar halda að sér höndum í framtíðinni þegar slík upplýsingarfátækt á sér stað, hvað skrif í blaðið áhrærir, enda teljast sýningar í flestum tilvikum ómark og hvergi gjaldgengar. 

Bragi Ásgeirsson

 

This week, the Living Art Museum offers a total of three independent exhibitions in its premises. On the upper floor, three Norwegians from Trondheim show several linoleum prints each; Anne Kraft, Guttorm Nordsjö and Knut Nerby. They are related to the publication of a magazine called "ElDjarda", which stands for various happenings in their homeground and elsewhere. Judging by the images, these are young people and it would come as no surprise to me that these were schoolworks. Pretty carvings, such as No. 1 "Egyptian Woman" by Anna Kraft and "Anonymous" (14) by Knut Nerbý, but otherwise, these young people do not seem to have much in mind about the fabric of printmaking and social problems seem not to weigh heavy for them.

So far, their pictures are characterized by school-workshop attitudes often seen in the works of immature artistry.

On the platform, Hrafnkell Sigurðsson shows some linoleum prints and they surprized me, most of all because they resemble most other thongs than linoleum prints. I thought it was a piece of transparent paper. But the form itself and the layout of the pictures did not get me out of balance, as such experiments were old acquaintances and much practiced in art school. Not good to predict in these works.

On the lower floor shows Kristbergur Ó. Pétursson numerous large etchings. In short to say Kristbergur's show is the most important, and in fact, the only one that belongs in this place. Kristbergur has gained a strong grasp of the special technology he has been leaning towards, and given that he is still in school, much can be expected of him in the future. It may be noted how monotonous these images are in design and technology, but this will be the result of the specialization that is widely used in art schools and which often pushes students into corners. Kristbergur's images are dark and heavy, but in them there is a strong force of expression and conviction that pulls the viewer and demands his attention. It will be interesting to keep an eye with Kristbergur.

No catalogue - not even a single sheet of paper followed the last two shows, which is completely inexplicable. This happens all too often in this place and attendance is according to it. The person who writes here will hold back hands in the future when such information scams take place, since in most cases such exhibitions are considered insignificant and in no way eligible.

Bragi Ásgeirsson

Án titils

Án titils

Æting  

70x65 cm

Án titils

Án titils

Æting  

70x100 cm

Án titils

Án titils

Æting  

70x100 cm

Án titils

Án titils

Æting  

100x70 cm

Án titils

Án titils

Æting  

70x100 cm

Án titils

Án titils

Grafík  

70x100 cm

Án titils

Án titils

Æting  

90x70 cm

Án titils

Án titils

Æting  

90x70 cm

Án titils

Án titils

Æting  

70x100 cm

Án titils

Án titils

Æting  

100x70 cm

Án titils

Án titils

Æting  

60x80 cm

Án titils

Án titils

Æting  

70x100 cmNýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Boðskort á sýningu í Nýlistasafninu

Boðskort á sýningu í Nýlistasafninu

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ