Náttúran í Litum - Abstrakt 21. ágúst 2025 - 24. ágúst 2025 , LitlaGallerý, Strandgata 19 Hafnarfirði


Samsýning Barböru Glod og Kristbergs Ó. Péturssonar.
Barbara Glod er fædd í Kalisz Pomorski í Póllandi, 17 desember 1962. Hún lærði hjúkrunarfræði í Koszalin og í Poznan og er með master í hjúkrun. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Póllandi í nokkur ár en flutti svo til Íslands árið 1992 og hefur starfað frá árinu 1994 á LSH bæði í Fossvogi og á Hringbraut.
Barbara hefur mikinn áhuga á myndlist og málar olíumyndir, akrýl- og vatnslitamyndir. Hún hefur gegnum árin verið dugleg að sækja námskeið í myndlist, meðal annars í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Margréti Jónsdóttur, Mími tómstundaskóla hjá Hörpu Björnsdóttur og í Tómstundaskólanum hjá Guðbjörgu Lind Jónsdóttur. Barbara hefur að auki fengið tilsögn í einkatímum hjá Kristbergi Ó. Péturssyni.
Kristbergur er fæddur í Hafnarfirði 6 janúar 1962. Hann stundaði nám við Myndlista og Handíðaskóla Íslands 1979 - ´85 og við Ríkisakademíuna í Amsterdam 1985 - ´88. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Verk eftir hann eru í nokkrum helstu listasöfnum landsins og hann hefur nokkrum sinnum hlotið listamannalaun.
Allt frá fyrstu kynnum þeirra Barböru og Kristbergs fyrir þrettán árum, hafa þau fyglst með framvindu hvors annars í myndlistinni og skipst á hugmyndum, ábendingum og hvatningu. Það var einhverntíma í janúar s.l. sem Kristbergur kíkti til Barböru í kaffi og spjall. Eins og ævinlega snerist spjall þeirra um myndlist. Barbara stillti upp nýjustu myndum sínum til að sýna Kristbergi „Eigum við ekki bara að halda sýningu saman?” spurði hann. Barböru fannst það góð hugmynd og hér eru þau komin með verkin sín.
 
 
 
Joint exhibition of Barbara Glod and Kristbergur Ó. Pétursson.
Barbara Glod was born in Kalisz Pomorski, Poland, on December 17, 1962. She studied nursing in Koszalin and Poznan and has a master's degree in nursing. She worked as a nurse in Poland for several years, but then moved to Iceland in 1992 and has worked since 1994 at LSH both in Fossvogur and Hringbraut.
Barbara has a great interest in art and paints oil paintings, acrylics and watercolors. Over the years, she has been diligent in attending art courses, including at the Kópavogur Art School with Margrét Jónsdóttir, Mími Leisure School with Harpa Björnsdóttir and at the Leisure School with Guðbjörg Lind Jónsdóttir. Barbara has also received private lessons from Kristbergur.
Kristbergur was born in Hafnarfjörður on January 6, 1962. He studied at the Icelandic School of Art and Crafts from 1979 to 1985 and at De Rijksakademie van Beeldende Kunsten from 1985 to 1988. He has held numerous solo exhibitions and participated in group exhibitions at home and abroad. His works are in several major art museums in the country and he has received several artist's salaries.
Ever since Barbara and Kristbergur first met thirteen years ago, they have followed each other's progress in art and exchanged ideas, suggestions and encouragement. It was sometime in January last year that Kristbergur stopped by Barbara's for coffee and a chat. As always, their conversation revolved around art. Barbara set up her latest paintings to show Kristbergur. "Shouldn't we just have an exhibition together?" he asked. Barbara thought it was a good idea and here they are with their works.

Aquarelle on paper  

15x20 cm



Barbara Glod & Kristbergur Ó. Pétursson: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod & Kristbergur Ó. Pétursson: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod & Kristbergur Ó. Pétursson: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod & Kristbergur Ó. Pétursson: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod: Untitled. Oil on canvas.

Barbara Glod: Untitled. Oil on canvas.

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is