Sýning í Gallerí Göngum, Háteigskirkju 6. febrúar 2020 - 10. mars 2020 , Gallerí Göng í Háteigskirkju, Reykjavík


Viðtöl / Interviews

Kristbergur og Jóhanna V. Þórhallsdóttir spjalla saman um sýninguna í Gallerí Göngum

https://www.youtube.com/watch?v=RSs-SnICfu4&feature=share&fbclid=IwAR0Tv58sZfpTglUDed4f0Uad2GzIf112QK9Nd2Gi3Db46odCpzcmFXjGvI0

Einkasýningar / Solo exhibitions

Efni og andi

"Öll löngun sækist eftir eilífð, sækist eftir djúpri, djúpri eilífð"
(F. Nietzsche)

Efnisheimurinn, jarðvegurinn og náttúran öll eru sterkir þættir í málverkum Kristbergs Ó. Péturssonar. Hin margþætta skynrræna nálgun sem fylgir því að handleika og upplifa efnið; strigann, pappírinn, ólíulitina, prentsvertuna, blýantana, kolin og krítarnar er honum mikils virði, þannig að segja má að við sköpun myndverksins sé líkami listamannsins samtvinnaður efniviðnum.
En líkt og Hallgrímur veit Kristbergur að "Hold er mold", að allt sem efnisheimurinn fæðir af sér á sitt upphaf og sinn endi.
Að lífið sé hverfult og að allar lífverur eiga sér þannig sín tímamörk.

Platon varð fyrstur til að þróa innihald hugtaksins "óendanlegur tími", sem staðsetur öll fyrirbrigði og er án upphafs og endis. Fyrir Platon er eilífðin hið eina sanna hreina form og jafnframt það sem endurspeglar tilvist "frummyndanna", sem í óumbreytileika sínum eru í andstöðu við allan framgang verundarinnar. Frummyndirnar eru andlegar og birtast í minningum okkar frá þeim tíma sem var áður en við fæddumst. Í frummyndunum búa öll fyrirbrigði jarðlífsins.

Það eru einmitt þessar mótsagnir fallvaltleika efnisins og eilífleika andans sem liggja til grundvallar þeim átökum sem mér finnst vera áberandi í málverki Kristbergs. Náttúrulegir og yfirnáttúrulegir kraftar, takast hér á við hvor aðra.

Og á stundum hverfa mörkin þar á milli.

Þó kveður við nýjan tón í verkunum sem sýndar eru hér á sýningunni. Litirnir eru núna ríkari en við eigum að venjast í eldri myndunum. En það er ekki bara það. Ef betur er að gáð má sjá glitta í einhverja veru sem er á ráfi í myndfletinum. Til þessa hefur það verið einkennandi fyrir málverk Kristbergs að þau eru óhlutbundin ef svo má segja, allavega mannlaus.
Hver er þá þessi mannvera?
Hvað er hún að gera þarna og hvaða hlutverki gegnir hún?

Ósjálfrátt dettur mér í hug "Framandinn" (Der Fremdling) sem er sögupersóna úr verkum þýska ljóðskáldsins Novalis.
Þessi einstaklingur, Framandinn, er hraktur burt inn í hrjóstuga veröld og þar eigrar hann um líkt og hann hafi villst af leið. Og nú í þessari erfiðu aðstöðu minnist hann þess að hafa áður átt hlý og friðsæl heimkynni.

Líkt og í mörgum fyrri myndverkum Kristbergs, finnst manni líka hér maður vera kominn ofan í jörðina. Nema nú virkar andrúmið oftar en ekki þrúgandi á skoðandann, þannig að honum finnst hann jafnvel vera staddur í einhverskonar goðsagnarkendum veruleika, í undirheimum. Vera einn á ferli í ógnarlegu ævintýri.
Í annan stað finnur skoðandinn fyrir friðþægjandi tilfinningu, eitthvað er minnir á fyrirheit, dögun, á mystíska hugsýn, á algilda birtingu.

Einmitt þessi tvíræðni er líka það sem einkennir Framandann:
það að vera ókunnugur, utanaðkomandi í veröldinni, er ekki bara tengt því að vera umkomulaus, einmana og útskúfaður, heldur líka að hafa hugboð, spámannsgáfu og skilning á leyndardómum sem liggja "hærra" og tengjast framtíðinni.

Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi skýring á Framandanum ekkert annað en lýsing á lífi og starfi skáldsins sjálfs, samanber á lífi og starfi listamannsins.
Á það líka við hér? Er þetta fyrirbrigði sem við sjáum sveima um í myndunum þá eitthvað svipað og skuggi listamannsins sjálfs? Eða er um eitthvað annað að ræða?

Það fer orð af mörgum listamönnum að þeir séu sérstaklega hæfileikarikir í því að geta lifað sig inn í líðan annara og þá sérstaklega þeirra er þjást.
Er Kristbergur kannski öðru fremur að visa í fólk sem býr við bág kjör? Snýst þetta meira um samkennd listamannsins með samferðamönnum sínum, sem eiga um sárt að binda?

Likt og svo oft þegar um myndlist er að ræða, er svarið tvíbent. Hvorutveggja gæti verið rétt og átt við, eða jafnvel ekki átt við.
Allavega verður spennandi að fylgjast með þróun þessa fyrirbrigðis, þ.e.a.s hlutdeild manneskjunnar í komandi verkum Kristbergs.

En framar öllu sem hægt er að segja með orðum er þó nálgun listaverka á endanum fyrst og fremst sjónræn og tilfinningaleg eftirtekt, líkamlegt og huglægt stefnumót við okkur sjálf, þar sem efni og andi sækjast eftir að sameinast í eitt.

Jón Thor Gíslason

 

MATTER AND SPIRIT

"Every desire seeks eternity, seeks deeper, deeper eternity"
(F. Nietzsche)

The material world, the soil and nature all are strong elements of Kristbergur Pétursson’s paintings. The multifaceted sensual approach that comes with handling and experiencing the material; the canvas, the paper, the oil colors, the print, the pencils, the charcoal and the chalk are of great value to him, so it can be said that in the creation of the artwork the body of the artist is intertwined with the material.
But like Hallgrímur, Kristbergur knows that "Flesh is Soil", that everything the material world gives birth to at its beginning and its end.
That life is turbulent and that all organisms have their own deadlines.
Plato became the first to develop the content of the term "infinite time", which locates all the phenomena and is without beginning and end. For Plato, eternity is the only true pure form and at the same time reflecting the existence of the "primeval images" which, in their immutability, are in opposition to all the progress of the universe. The primeval images are spiritual and appear in our memories from the time before we were born. In the original images all the phenomena of mortality reside.

It is precisely these contradictions of the fallibility of the material world and the eternity of the spirit that underlie the conflicts that I think are prominent in Kristbergur's painting. Natural and supernatural forces, dealing here with each other.
And sometimes the boundaries disappear in between.
However, we see a new tone in the works shown here on the show. The colors are now richer than we are used to in his older pictures. But it's not just that. You can see a glimpse of some creature in the imagery. So far, it has been characteristic of Kristbergur's paintings that they are abstract, so to speak, at least without human presence.
Who is this human being then?
What is it doing there and what role does it play?

I come to mind "The Stranger" (the Stranger), a protagonist from the works of the German poet Novalis.
This person, the Stranger, is driven off into a ruthless world, as if he had gone astray. And now in this difficult situation, he remembers having previously had a warm and peaceful home.
As in many of Kristbergur's earlier works, one feels that one has penetrated into the Earth. Except now, the atmosphere is more often than not overbearing to the viewer, so he feels that he is even present in some kind of mythical reality, in the underworld. Be alone in the process of an awesome adventure.
Elsewhere, the viewer finds an astonishing feeling, something reminiscent of the promise, the dawn, the mystical vision, the universal impression.

Exactly this ambiguity is also what characterizes the Stranger:
To be a stranger, an outsider in the world, is not only associated with being deserted, lonely and alien, but also having boldness, prophecy, and an understanding of the "higher" mysteries of the future.

After all, this explanation of the Stranger is nothing more than a description of the life and work of the poet himself, as compared to the life and work of the artist.
Does this also apply here? Is this a phenomenon we see hovering over in the pictures then something similar to the shadow of the artist himself? Or is it something else?
It is said by many artists that they are particularly talented at being able to sympathize with others and especially those who are suffering.
Is Kristbergur perhaps rather a witness for people who are in trouble? Is this more about the artist's sympathy with his fellow citizens who are in pain?

As often as in the case of art, the answer is twofold. Either one may be right and true, or even not true.
At least it will be exciting to follow the evolution of this phenomenon, that is, the person's participation in the forthcoming works of Kristberg.

But above all that can be said with words, however, the approach of works of art is ultimately primarily a visual and emotional consideration, a physical and subjective approach to ourselves, where material and spirit seek to unite in one.

Jón Thor Gíslason

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

50x40 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Olíumálverk á striga / Oil on canvas 45 x 35 cm.

Olíumálverk á striga / Oil on canvas 45 x 35 cm.

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Untitled. Oil on canvas 90 x 120 cm. 2019

Untitled. Oil on canvas 90 x 120 cm. 2019

Olía   Strigi  

90x12 cm

Untitled. Oil on canvas 90 x 120 cm. 2019

Untitled. Oil on canvas 90 x 120 cm. 2019

0x0 cm

Án titils

Án titils

Blek   Gouache   Collage  

20x15 cm

Án titils

Án titils

Blek   Gouache   Collage  

0x0 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Blek   Gouache   Collage  

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 40 x 30 cm. 2019

Untitled. Oil on canvas 40 x 30 cm. 2019

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Blek   Gouache   Collage  

15x15 cm

Án titils

Án titils

Blek   Blýantur   Gouache   Collage  

19x13 cm

Án titils

Án titils

Blek   Blýantur   Collage  

20x14 cm

Án titils

Án titils

Blek   Gouache   Collage  

20x16 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

45x35 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

21x18 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

22x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

22x14 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

21x14 cm

Untitled. Oil on canvas 105 x 95 cm. 2012

Untitled. Oil on canvas 105 x 95 cm. 2012

0x0 cm



Gallerí Göng í Háteigskirkju

Gallerí Göng í Háteigskirkju

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ