Endurfundir 1. nóvember 2013 - 15. desember 2013 , Listasafn Reykjanesbæjar


Viðtöl / Interviews

Endurfundir við hraunið og æskuna

Sýning á verkum hafnfirska myndlistarmannsins Kristbergs Ó. Péturssonar og Þórðar Hall var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í byrjun mánaðarins. Sýningin ber heitið Endurfundir en Þórður var kennari Kristbergs við Myndlista- og handíðaskólann fyrir um 30 árum. Verk Kristbergs eru þó einnig endurfundir á annan hátt. Hann sækir innblástur sinn í hafnfirska hraunið og æskuslóðirnar þar sem hann ólst upp.

Mínar Esjur og Heklur

„Ég er fæddur og uppalinn í hrauninu í vesturbæ Hafnarfjarðar. Þetta er mjög sérkennilegt umhverfi frá náttúrunnar hendi og ég held alveg einstakt á heimsvísu. Hef ferðast víða um landið og hvergi séð jafn stórgert og gróft hraun, stórir klettar, djúpar gjótur – all hrikalegt í augum barns og hefur eflaust haft áhrif á list mína. Þarna eru mínar Esjur og Heklur,“ segir Kristbergur.                                                           

Hann segir þetta umhverfi hafa fylgt sér alla tíð. „Þetta fylgir mér alltaf, svipað og Þorpið hans Jóns úr Vör,“ segir Kristbergur og bætir við: „Hvernig orðaði hann það: Móðir þín fylgir þér áleiðis en þorpið fer með þér alla leið.“

Málverk Kristbergs eru óhlutbundin, abstraktmyndir þar sem ljós og skuggar tak-ast á. Hann segir verkin táknmyndir, metafórur. „Hraunið gæti verið metafóra fyrir lífsleiðina, krókótta og villugjarna, ókortlagða, ófyrirsjáanlega, hættulega,“ segir hann.

Sýningin er opin til 15. desember og er ein sú stærsta á ferli Kristbergs sem spannar um þrjá áratugi.

Erindi listamannsins

„Stundum finnst mér eins og ég sé ekki enn kominn yfir formálann í listferli mínum. Að ég sé enn að standa upp, ræskja mig og koma mér fyrir í pontunni kannski langt kominn með að gera grein fyrir sjálfum mér, hvaðan ég er kominn, hver ég er og hvaða erindi ég á við hina virðulegu samkomu. Kannski er ég lengi að koma mér að efninu. Kannski er ég einmitt löngu kominn að því. Hver veit?“

Símon Birgisson, 29. nóvember 2013

 

Reunion with lava and youth

Símon Birgisson writes, 29 November 2013

An exhibition of works by Hafnarfjörður artist Kristbergur Ó. Pétursson and Þórður Hall opened at the Reykjanes Art Museum at the beginning of the month. The title of the exhibition is Endurfundir/Reunion – Þórður taught Kristbergur at the Icelandic School of Arts and Crafts about thirty years ago. Kristbergur’s works also represent a reunion of another kind, however: he seeks inspiration in the lava fields of Hafnarfjörður, the place where he grew up.

My mountains
“I was born and brought up in the lava field of the western district of Hafnarfjörður. It is a highly unusual environment shaped by nature – and I think it’s probably unique in the world. I’ve travelled widely in Iceland, and I have never seen such bulky, rough-hewn lava formations, gigantic rocks, deep fissures – all breath-taking to the eye of a child, and no doubt it has influenced my art. These are my mountains,” says Kristbergur.
He says that environment has been with him all his life: “It’s always with me, rather like the Village which inspired the verse of Jón úr Vör,“ remarks Kristbergur, adding: “How did he put it? Your mother goes with you part of the way, but the village is with you to the end.”
Kristbergur’s paintings are abstracts in which light and shade interact. He says that the works are symbolic: metaphors. The lava field can be a metaphor for the course of life, winding and misleading, unmapped, unpredictable, dangerous,” he says.

The exhibition will be open until 15 December. It is one of the largest in Kristbergur’s career, which spans about thirty years.

What the artist has to say
“Sometimes I feel that I haven’t got past the foreword in my artistic career. That I’m still standing up, clearing my throat and taking my place at the lectern, maybe nearly finished introducing myself, where I’m from, who I am and what I have to tell the honoured company. Perhaps it’s taking me a long time to get to the point. Perhaps I’ve got to it long ago. Who knows?”

 

Sýningarskrár / Catalogues

Endurfundir

Kristbergur Ó. Pétursson  og Þórður Hall í Listasafni Reykjanesbæjar 1. nóv. til 15. des. 2013

Síðasti viðburður sýningarársins 2013 í Listasafni Reykjaness er helgaður tveimur listmálurum sem ekki hafa haft sig mikið í frammi, en eiga sér ófáa vildarmenn meðal vandlátra listunnenda. Þeir listamenn sem hér um ræðir, Þórður Hall og Kristbergur Ó. Pétursson, hafa heldur ekki valist til þessarar sýningar af einskærri tilviljun, því á áttunda áratugnum var sá fyrrnefndi kennari hins síðarnefnda í Myndlista og handíðaskólanum. Í framhaldinu þróaðist myndlist þeirra með ólíkum hætti; með þokkafullum sáldþrykkjum sínum varð Þórður einn af meginstoðum íslensku grafíkbylgjunnar á níunda áratugnum, en Kristbergur hreifst með annarri bylgju, nýja málverkinu, sem reið yfir íslenskt myndlistarlíf um svipað leyti.

En þrátt fyrir ólíkar áherslur áttu báðir listamenn sér sterkar rætur í því náttúrulega umhverfi sem þeir eru sprottnir upp úr, Þórður í reykvísku landslagi á mörkum byggðar og óbyggðar, þar sem víðáttur og hafsflötur dreifa og endurkasta birtu þannig að sjónheimur vegur salt milli veru og óveru, Kristbergur í myrku og hrika-legu hraunlandslaginu í Hafnarfirði, þar sem ljósið er lífgjafi, í eiginlegum jafnt sem óeiginlegum skilningi. Annað eiga þeir einnig sammerkt, nefnilega áhugann á helstu virkjunarmönnum ljóssins í heimslistinni, ekki síst Turner, en Kristbergur hefur einnig sótt innblástur til Tizianos og Rembrandts.

Nú, aldarfjórðungi seinna, gerir náttúrulegt umhverfi meira tilkall til beggja en nokkru sinni. Að sönnu eru þeir afar ólíkir hvað upplag og vinnubrögð snertir. Í myndum Þórðar eimir ævinlega eitthvað eftir af hinu kunnuglega: fjallsbrún, vatnsborð eða eyri birtast okkur sem í tíbrá eða draumi. Kristbergur rýfur öll tengsl við kunnugleikann og gefur sig á vald ótömdum náttúrukröftunum við jaðar hins byggilega heims. Myndir Þórðar eru gegnsýrðar af blámóðu bjartsýninnar; þær segja okkur að draga megi marktækar ályktanir af því sem við okkur blasir. Sérhver hinna mörgu landslagstengdu mynda Kristbergs er ferð á vit hins óþekkta, án fyrirheits um viðunandi niðurstöðu.

Markmið sýningarinnar er að tefla saman þessum tveimur viðhorfum til lands-lagstúlkunar, freista þess að láta þau slá neista hvert af öðru og kveikja þannig nýja upplifun í hugum okkar áhorfenda. Listamennirnir eiga þakkir skildar fyrir umburðarlyndi sitt gagnvart þessari endurskoðun hugmyndarinnar um samsýninguna.

Aðalsteinn Ingólfsson

 

Reunion
The last year of the present exhibition year in the Reykjanes Art Museum centers on two painters who have hiterto maintained a low profile, allt he while enjoying the support of a group of discerning admirers. The artists in Question, Þórður Hall and Kristbergur Ó. Pétursson, have not been broughtr together on a whim; During the 1970s, Hall was one of Pétursson‘s instructors at the Icelandic College of Arts and Crafts. At that time, and for some time afterwards they did not have much in common as artists. Hall became one of the leading figures of the printmaking revolution of the 1980s, producing a host of elegant silkscreen editions, while his erstwhile pupil was swept along by the New Expressionism that hit the Icelandic art scene at about the same time.
In spite of their former artistic differences, both artists owed much to their immediate natural surroundings. Much of Hall‘s works, both his prints and early paintings, is indebted to to the landscape in and around Reykjavik, especially the areas where urban areas meet untamed nature, places where the open sky and the open sea work their wonders with light, frequently blurring the differences between the real and the unreal. Pétursson‘s natural habitat is the jagged and hostile lava fields in the centre of his home town of Hafnarfjörður, places of dark caverns and dramatic formal contrasts, effects that have always found their way into his art. In time both of these artists have also come to appreciate some of art‘s greatest orchestrators of light, not least J.W.M. Turner, though Pétursson also swears allegiance to both Tizian and Rembrandt.
Today, quarter of a century later, nature makes an even greater claim to both of them, yet they are very different artists, temperamentally as well as technically. In Þórður Hall‘s work we are presented with the faint vestiges of things seen and known, the edge of a mountain, the outlines of a lake, a lone spit of land, appearing before us as a dream or a mirage. Pétursson severs all connection with the known, abandoning himself to natural forces beyond the habitable world. Hall‘s vision of landscape is an essentially optimistic one, characterized by a belief in the world as a knowable and quantifiable entity. Each and verey one of Pétursson‘s pictures is a journey into the unknown, offering no promise of redemption of any kind.
The awowed purpose of the exhibition is to pit together these two different approaches to landscape, in an attempt to make them strike sparks off each other, hopefully to illuminate the creative processes involved. The two artists deserve our gratitude for allowing their work to be ,,used“ in this way, instead of being displayed in the traditional manner.
Aðalsteinn Ingólfsson

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013. Listasafn Reykjanesbæjar. Reykjanes Art Museum

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013. Listasafn Reykjanesbæjar. Reykjanes Art Museum

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 150 x 120 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 150 x 120 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 100 x 120 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 100 x 120 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

Untitled. oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 150 x 150 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 150 x 150 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 100 x 120 cm. 2012

Untitled. Oil on canvas 100 x 120 cm. 2012

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 85 x 115 cm.

Untitled. Oil on canvas 85 x 115 cm.

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 85 x 100 cm. 2012

Untitled. Oil on canvas 85 x 100 cm. 2012

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 100 x 70 cm. 2012

Untitled. Oil on canvas 100 x 70 cm. 2012

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 120 x 100 cm. 2012

Untitled. Oil on canvas 120 x 100 cm. 2012

0x0 cm

Nótt í Garði 1

Nótt í Garði 1

Olía   Strigi  

40x50 cm

Nótt í garði 2

Nótt í garði 2

Olía   Strigi  

40x50 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x55 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x55 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

90x115 cmÞórður og Kristbergur í undirbúningi sýningar

Þórður og Kristbergur í undirbúningi sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, sýningin

Endurfundir, sýningin

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Fréttatilkynning vegna sýningar Endurfundir

Fréttatilkynning vegna sýningar Endurfundir

Viðtal í Fréttablaðinu við Kristberg vegna sýningarinnar Endurfundir

Viðtal í Fréttablaðinu við Kristberg vegna sýningarinnar Endurfundir

Endurfundir, opnun sýningar

Endurfundir, opnun sýningar

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ