Nýmálað ll 28. mars 2015 - 7. júní 2015 , Kjarvalsstaðir


Sýningarskrár / Catalogues

Nýmálað ll

 

Sýningin er yfirlit um stöðu málverksins hér á landi en öll verkin eru frá síðustu tveimur árum. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður.  Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna.

Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa yfirlit um stöðu málverksins á hér á landi.  

Listsafn Reykjavíkur stendur fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna.  Þar verður m.a. boðið upp á nokkur námskeið í listmálun fyrir unglinga undir handleiðslu listamanna á sýningunni.  Málstofa verður haldin í tengslum við sýninguna og listamenn bjóða gestum upp á hádegisleiðsagnir.

Sýningin stendur til 7. júní 2015.

 

Listamenn á Nýmálað 2:

Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóelsdóttir, Aron Reyr Sverrisson, Arngunnur Ýr, Ásdís Spanó, Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Sigurbjörnsson, Björg Þorsteinsdóttir, Björg Örvar, Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pétursson, Einar Hákonarson, Erla Þórarinsdóttir, Erla S. Haraldsdóttir, Erró, Eyjólfur Einarsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðbjörg Lind, Guðbjörg Ringsted, Guðmundur Thoroddsen, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hadda Fjóla Reykdal, Hafsteinn Austmann, Halldór Ragnarsson, Hallgrímur Helgason, Harpa Árnadóttir, Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, Haukur Dór, Helgi Már Kristinsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Húbert Nói Jóhannesson, Hulda Stefánsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jón Axel, Katrin Fridriks, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Geirsdóttir, Kristján Steingrímur Jónsson, Marta María Jónsdóttir, Ragnar Jónasson, Sara Riel, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Sigurbjörn Jónsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Sigurður Örlygsson, Snorri Ásmundsson, Stefán Boulter, Steingrímur Eyfjörð, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þorri Hringsson, Þorvaldur Jónsson, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Þórður Hall, Þura-Þuríður Sigurðardóttir, Valgarður Gunnarsson.



Frá sýningunni Nýmálað ll á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Nýmálað ll á Kjarvalsstöðum

Nýmálað ll, boðskort

Nýmálað ll, boðskort

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ