Málverkasýning í Anarkía listasal 11. janúar 2014 - 2. febrúar 2014 , Anarkía listasalur


Sýningarskrár / Catalogues

Málverk

Málverk

Kristbergur Pétursson lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og sótti framhaldsnám í Ríkislistaakademíunni í Amsterdam. Frá árinu 1982 hefur hann haldið um þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga.                                                          Það er ekki svo auðvelt að staðsetja verk Kristbergs í litrófi samtímalistarinnar. Hann málar og ræktar það sem einu sinni var kallað „hið maleríska“: Dýpt litarins, yfirborð og áferð málverksins, pensilskriftina og undurfínlegt skuggaspil í litaflötunum. Í hraða samtímans þar sem mörgum listamönnum þykir orðið nauðsynlegt að umturna aðferð sinni fyrir hverja nýja sýningu getur það virkað gamaldags að verja árum og áratugum við að kanna sömu viðfangsefnin og þroska nálgun sína við þau. Sumir gætu freistast til að flokka verk Kristbergs með náttúruabstraksjón, liststefnu sem átti sitt blómaskeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Það er rétt að því leyti að hann sækir sér innblástur í náttúruna – einkum grjót, hraun og mosa – og málverk hans eru samt augljóslega abstrakt. Þó er það svo að þessi verk eiga sér engar augljósar fyrirmyndir í sögulegri náttúruabstraksjón. Ef við gætum fyrir kraftaverk sent málverk Kristbergs aftur til ársins 1960 og sett upp sýningu í Listamannaskálanum mundu þau vekja athygli og þykja að minnsta kosti mjög nýstárleg, jafnvel skrýtin. Það er nefnilega langt í frá að hann hafi einfaldlega gengið inn í eldri liststefnu og lykilinn að verkum hans er ekki að finna í því sem forverar hans hugsuðu fyrir 50–60 árum heldur einmitt í samtíð hans sjálfs og þeirri flóknu endurskoðun myndlistarinnar sem átti sér stað á árunum milli 1980 og 1990.                                                                                              Eins og frægt er orðið varð mikið uppbrot í málaralist á árunum um og upp úr 1980. Á Íslandi gerðist þetta árið 1983 og var einfaldlega kallað Nýja málverkið en víðast hvar var hreyfingin kennd við expressjónisma enda bar hún framan af mörg einkenni hans: Gassalega og grófa framsetningu;sterka liti og ögrandi litasamsetningu; ágengt, jafnvel ógnandi myndefni; hröð og töffaraleg vinnubrögð. Nýja málverkið var eins og springing í listalífinu í Reykjavík – ekki síður en t.d. í New York eða Berlín – en bak við allt pönkið og ögrunina varð hljóðlátari bylting þar sem margir ungir listamenn fóru að kanna upp á nýtt möguleika hinna eldri miðla og aðferða. Uppúr þessum umbrotatímum spruttu ekki bara fljótfærir villingar – eins og sumir hinna eldri höfðu spáð – heldur þvert á móti margir íhugulir og vandvirkir listamenn sem hófust handa við að þróa sýn sína af þrotlausri vinnusemi og einbeitingu. Af íslenskum listamönnum sem þannig unnu ætti að nægja að nefna, meðal margra, Georg Guðna, Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, Helga Þorgils Friðjónsson, Húbert Nóa Jóhannesson, Guðjón Ketilsson og Brynhildi Þorgeirsdóttur, auk Kristbergs.                                                                                Verk Kristbergs láta ekki mikið yfir sér en eru auðþekkjanleg. Þau eru oftast máluð í hógværum jarðlitum sem hann byggir upp lag fyrir lag og tekst að veita þannig mikilli dýpt og undarlegri birtu í litafleti sína. Myndefnið þekur allan strigann, eins og rýnt sé djúpt inn í náttúruna sem Kristbergur sækir innblástur í: Mosa, hraun, grjót – þessi  frumefni íslenskrar náttúru sem láta ekki mikið yfir sér en reynast óendanlega margbreytileg og flókin þegar við skoðum þau nánar. Málverk Kristbergs eru líka þannig að eftir því sem nánar er skoðað kemur dýpt þeirra betur í ljós. Birtan virðist koma innan úr litnum og skil birtu og skugga dansa um myndflötinn, aldrei skörp heldur eins og fljótandi líkt og liturinn sem virðist stundum tifa líkt og hraunbreiðurnar í mörgum málverkum Kjarvals. Kristbergur hefur gríðarlegt vald yfir þessari tækni enda hefur hann unnið þrotlaust að því að þróa aðferð sína í meira en aldarfjórðung. Ef við ákveðum að líta á þessar myndir sem abstraktverk snúast þau fyrst og fremst um tjáningarmátt litanna og formfræði litanna þar sem birtuskilin teikna upp formin inn í flæðandi litaflötunum. En málverkin snúast líka um náttúruna, ekki beinlínis um landslagið eins og við erum vön að sjá það í myndum heldur um landið sjálft, efnivið þess og innri gerð. Þau endurspegla hrjóstruga fegurð – grjót og hraun – en opna fyrir okkur óendanleika hins smágerða þar sem víðátta landslagsins endurspeglast í hinu smáa ef við aðeins stöldrum við og gefum okkur tíma til að gaumgæfa það. Kristbergur hefur staldrað við í næstum þrjá áratugi og afraksturinn er þessi fíngerðu málverk sem geta gjörbreytt sýn okkar á umhverfið ef við gefum okkur þeim á vald.

Jón Proppé

 

 

 

 

Paintings

Kristbergur Pétursson studied at the Icelandic School of Arts and Crafts (forerunner of the Iceland University of the Arts), then pursued further studies at the Rijksakademie van beeldende kunsten in Amsterdam. Since 1982 he has held about thirty one-man shows, and participated in many group exhibitions.
It is not easy to “place” Kristbergur’s art on the spectrum of contemporary art. He paints and cultivates what used to be called “the painterly”: the depth of colour, surface and texture of the painting, the brushwork and delicate interplay of light and shade in the colour planes. In the high-speed world of today, in which many artists find it necessary to revamp their methods for each new show, it may seem old-fashioned to devote years and decades to exploring the same subjects and developing one’s approach to them. Some may be tempted to classify Kristbergur’s art as nature-abstract, a trend which was in its heyday in the 1950s and 60s. This is accurate in the sense that Kristbergur seeks inspiration in nature – mostly rocks, lava and moss – while his paintings are nonetheless clearly abstracts. But the truth is that these works have no obvious models in the nature-abstract art of the past. If we could perform the miracle of sending Kristbergur’s paintings back to the year 1960, and display them in the old ListamannaskálI gallery, they would make an impression, and they would be deemed innovative, at least – perhaps bizarre. He is in fact far from having simply adopted an old art trend; and the key to his works is not to be found in what his predecessors were thinking 50 or 60 years ago, but precisely in his own time, and the complex re-evaluation of art that took place in the 1980s.
As is well-known, the early 1980s saw a sea-change in painting. In Iceland that change took place in 1983, with the advent of what was called Nýja málverkið (the New Painting). The movement was known internationally as a neo-expressionism; and in its early stages it had many expressionist features: rough and rowdy presentation; bright colours, and provocative juxtaposition of colour; aggressive, even threatening subjects; fast, flashy technique. Neo-expressionism exploded onto the art scene in Reykjavík – no less than in New York or Berlin – but behind all the punk and defiance a quieter revolution was also under way, as young artists started to explore for themselves the potential of older media and methods. That period of turmoil did not only give rise to impulsive hoodlums – as some of their elders had predicted – but also, on the contrary, to thoughtful and meticulous artists who set out to develop their vision with inexhaustible diligence and focus. Of the many Icelandic artists in this category, it suffices to name for example Georg Guðni, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Húbert Nói Jóhannesson, Guðjón Ketilsson and Brynhildur Þorgeirsdóttir, as well as Kristbergur.
Kristbergur’s works are unassuming yet easily identifiable, generally painted in muted earth tones which he builds up layer by layer, thus imbuing his colour planes with great depth and a mysterious light. The subject covers the entire canvas, as if gazing deeply into nature, where Kristbergur seeks his inspiration: moss, lava, rock – the fundamentals of Icelandic nature which are unobtrusive yet prove themselves infinitely diverse and complex on closer scrutiny. Kristbergur’s paintings share that quality: the longer one looks, the greater depths are revealed. The light seems to radiate from within the colours on the canvas, and the boundaries between light and shade flicker about the picture plane, never sharp, always fluid like the colours, which sometimes seem to shimmer, like the lava fields in many of the paintings of Jóhannes S. Kjarval, Iceland’s leading landscape painter of the 20th century. Kristbergur has extraordinarily skill in this technique, which he has been developing continuously for more than a quarter of a century. If we opt to view the paintings as abstract works, they are mainly concerned with the expressive power of the colours and the formal qualities of the paint, the interplay of light and shade delineating the forms in the flow of colour planes. But the paintings are also about nature – not directly about landscape as we are accustomed to see it, but about the land itself, its component parts and interior structure. They reflect a rugged beauty of rock and lava, while also revealing to us the infinity of the miniature, as the wide-open spaces of the landscape are reflected on the small scale, if only we will linger and allow ourselves the time to look. Kristbergur has been lingering for nearly three decades, and the fruit of that is his oeuvre of delicate paintings, which can transform our perception of our surroundings, if we allow them to.

Jón Proppé

Translation Anna Yates

Untitled. Oil on canvas 150 x 150 cm. 2014

Untitled. Oil on canvas 150 x 150 cm. 2014

0x0 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x15 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x15 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x15 cm

Untitled. Oil on canvas 150 x 150 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 150 x 150 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 80 x 105 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 80 x 105 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 150 x 120 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 150 x 120 cm. 2013

0x0 cm

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

Untitled. Oil on canvas 80 x 100 cm. 2013

0x0 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x15 cm

Ófærð

Ófærð

Olía   Strigi  

90x100 cm

Athvarf

Athvarf

Olía   Strigi  

80x100 cm

Athvarf

Athvarf

Olía   Strigi  

50x70 cm



Anarkía listasalur 2014 olíumyndir 01

Anarkía listasalur 2014 olíumyndir 01

Anarkía listasalur 2014 vatnslitir

Anarkía listasalur 2014 vatnslitir

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ