Myndlistarsýning í Hótel Hlíð 11. júní 2016 - 30. september 2016 , Hótel Hlíð


Viðtöl / Interviews

Það kemur alltaf eitthvað gott upp úr öskunni af sviðinni jörð. Sunnlenska fréttablaðið 4. Ágúst 2016

Um þessar mundir stendur yfir sýning á nokkrum myndlistarverkum Kristbergs Ó. Péturssonar í Hótel Hlíð í Ölfusinu. Gefur þar að líta vatnslitamyndir, olíumálverk og grafík. Grafíkverkin skera sig nokkuð úr á sýning-unni, en í vatnslitamyndunum og olíumálverkunum svífur ljóðrænn andi yfir vötnum. Góð tök Kristbergs á þessum þremur greinum myndlistar leyna sér ekki.

 Í tilefni sýningarinnar tók Pjetur Hafstein Lárusson Kristberg tali nú fyrir skömmu og fer samtal þeirra hér á eftir.

Kristbergur, hvernig myndir ertu að sýna hér í Hótel Hlíð?

Þessi sýning samanstendur af olíuverkum, vatnslitamyndum og grafíkverkum.

Svo við byrjum á vatnslitamyndunum; hefurðu fengist lengi við það listform?

 Nei, ég byrjaði á því kringum 2010 og hef svona smám saman færst í aukana með þann miðil. Það tekur sinn tíma að ná tökum á vatnslitum og finna hjá sér sjálfstraust til að koma myndunum á framfæri. Vatnslitamyndir eru miðill hinna mannlegu mistaka, enda ræður vatnið för. Það er því litlu hægt að breyta eða bæta í vatnslitamyndum, samanborið við olíuna, þar má breyta öllu.

Þessar vatnslitamyndir þínar og raunar einnig olíumálverkin, vekja óneitanlega ljóðræna þanka; hefurðu gaman af ljóðalestri?

Ég hef mjög gaman að ljóðum, enda eru þau eiginlega einu bókmenntirnar, sem ég les. Ljóðalestur og söfnun ljóðabóka eru mín eina ástríða fyrir utan mynlist-

ina, enda á ég gott safn af ljóðabókum. Ég fer reglulega í Góða hirðinn og snuðra eftir þeim. Ég efast ekki um, að áhrifin af ljóðum, komi fram  í vatnslitamyndun-um, enda fór það saman, að um það leyti, sem ég sneri mér að vatnslitunum, fór ég að yrkja. Vatnslitamyndir og ljóð eiga því samleið, hjá mér, enda náskyld fyrirbæri.

Þú hefur ekki lært vatnslitamálun í þínu myndlistarnámi?

Nei, ég var í Myndlista- og handíðaskólanum  frá 1979 til 1983 og þá var ég ein-göngu í grafíkinni. Ég helgaði mig sérstaklega koparþrykki; ætingu og þurrnál. Nokkur verk í þeim miðli eru reyndar á þessari sýningu hér á Hótel Hlíð. Það er annars svolítið undarlegt, að ég sem nánast allan minn feril hef fengist við listmálun, fyrst í olíumálverkum og nú undanfarin ár einnig í vatnslitum, fékk enga tilsögn í þessum miðlum, meðan ég var í myndlistarnámi. Ég var í grafíkinni og engu öðru.

Hverjir kenndu þér í grafíkinnni?

Það voru menn eins og Jón Reykdal og Þórður Hall. Þá kom Ríkhardur Valtingojer við sögu og Helgi Þorgils Friðjónsson og Ingólfur Arnarson. Þetta var fjölbreytt lið. Svo var ég hjá Braga Ásgeirssyni í módelteikningu. Já, og ekki má gleyma Magnúsi Kjartanssyni heitnum; hann var alveg frábær kennari. Og svo var Einar Hákonarson skólastjóri. Þarna var semsagt mikið af flottum listamönnum.

Voru þetta ekki miklir umbrotatímar í Myndlista- og handíðaskólanum?

Jú, þarna átti sér stað mikil gerjun á þessum árum. Pönkbylgjan reið yfir og allt í einu skall á með „nýja málverkinu”. Þá fóru allir að mála, líka þeir, sem höfðu úthrópað málaralistina sem dauðan miðil. Það var engu líkara,en þetta gerðist bara á einni nóttu.

Hvað varð um ,,Nýja Málverkið”?                                                           

Hvað varð um það? Ja, það er nú það. Allar logandi byltingarhreyfingar brenna upp á skömmum tíma. Svo skapast bara pláss í öskunni fyrir eitthvað annað, eins og gengur og gerist. Þannig fór með „nýja málverkið”. Það kemur alltaf eitthvað gott upp úr öskunni af sviðinni jörð. Sjáðu bara skógarelda; þeir eru góðir fyrir gróðurinn sem kemur á eftir þeim sem brann.

Þú hefur haldið sýningar víða og er þá skemmst að minnast sýning-arinnar í Hafnarborg í vetur leið. Hvað kemur til að þú sýnir nú hér í Ölfusinu?

Það er nú einfaldlega vegna þess, að hér á Hótel Hlíð ráða Gaflarar ríkjum, þetta eru sem sagt gamlir kunningjar mínir úr Hafnarfirði. Það var því sjálfsagt að slá til, þegar Árni Björn hótelstjóri hringdi í mig og spurði hvort ég væri til í að halda sýningu hér. Sýningin er sem sagt afleiðing af Gaflarainnrásinni í Ölfusið.

Hvernig finnst þér að sýna á stað, sem óneitanlega er ekki gerður til sýningarhalds?

Mér finnst það skemmtileg tilbreyting. Hingað kemur mikið af gestum, víða að úr heiminum og aldrei að vita, nema ég fái eitthvað fyrir minn snúð.

Svo við víkjum aðeins að grafíkinni; er það ekki nokkurt umstang, að fast við hana?

Jú, það er það. Þetta útheimtir auðvitað pressu og ýmis önnur verkfæri og í rauninni sérstakt vinnuumhverfi, sérstaklega er maður er að vinna með sýruætingu. Þá þarf að vera í loftræstu umhverfi og helst með grímur og galla.

Ertu með þokkalega vinnuaðstöðu?

Nú orðið vinn ég ekki grafíkmyndir með sýru, heldur sker beint í plötuna með sérstökum stáloddum og öðrum verkfærum. Flestar grafíkmyndanna á þessari sýningu eru unnar úti í Hollandi fyrir 30 árum síðan. Þá hafði ég þar mjög fína aðstöðu til að vinna með sýru.

Eins og þú sagðir áðan, hefurðu fengist nokkuð við ljóðagerð á     seinni árum; hefurðu gert eitthvað af því, að yrkja út frá eigin myndum eða mála eftir ljóðum þínum?

Nei, en það kemur fyrir, að sá heimur sem birtist í ljóðum mínum, kallist á við myndheiminn. Það gerist bara svona af sjálfu sér, segir Kristbergur að lokum.

 

 

Sunnlenska fréttablaðið 4 August 2016
The ashes of scorched earth always yield something good


An exhibition of some works of art by Kristbergur Ó. Pétursson is now on at Hótel Hlíð in Ölfus. It includes watercolours, oils and graphic art. The prints are rather different in nature from the other works, while the watercolours and oils have a lyrical ambiance. Kristbergur’s skill in these three fields of art is clear.

On the occasion of the exhibition, Pjetur Hafstein Lárusson recently interviewed Kristbergur. Their conversation follows:

Kristbergur, what kinds of pictures are you showing here at Hótel Hlíð?
This exhibition comprises oils, watercolours and prints.
To start with the watercolours: have you been working with this medium for long?
No, I started around 2010, and I’ve gradually been doing more with that medium. It takes time to master watercolour, and to acquire the confidence to show the works in public. Watercolour is the medium of human error. It’s all up to the water. So you can’t change or add much in a watercolour, by comparison with oils, where you can change everything.
Your watercolours here, and in fact the oil paintings too, undeniably awaken lyrical thoughts. Do you enjoy reading poetry?
I very much enjoy poems. In fact they are more or less the only literature I read. Reading poetry and collecting books of verse is my only passion, apart from art. And I have a good collection of poetry books. I often go the Good Shepherd [charity shop] and rummage around for them. I have no doubt that the influence of the poems emerges in the watercolours: as it was at the same time that I started painting in watercolour that I began to compose poetry. So watercolours and poems go together , in my case – being intimately linked.
You didn’t study watercolour painting as an art student?
No, I was at the Icelandic School of Arts and crafts [forerunner of the Iceland University of the Arts] from 1979 to 1983, and I studied only printmaking. I specialised in copper-plate intaglio: etching and drypoint. There are actually some works in that medium in this show here at Hótel Hlíð. In fact it’s rather odd that I, who been painting almost throughout my career – first in oils, and more recently also in watercolour – never received any instruction in those media when I was an art student. I did printmaking, and nothing else.
Who were your teachers in printmaking?
People like Jón Reykdal and Þórður Hall. Then there was Ríkhardur Valtingojer, and Helgi Þorgils Friðjónsson and Ingólfur Arnarson. They were a diverse crew. Then I did life drawing with Bragi Ásgeirsson. Not to forget the late Magnús Kjartansson; he was a wonderful teacher. And Einar Hákonarson was principal of the school. There were loads of excellent artists there.
Wasn’t that a time of great upheaval at the School of Arts and Crafts?
Yes, it was in ferment during those years. Punk arrived, and then all at once the “new painting” [neo-expressionism]. Everyone started to paint – even those who had deplored painting as a dead medium. It almost seemed to happen overnight.
What happened to the “new painting”?
What happened to it? Good question. All these fiery revolutionary movements burn up in no time. And that makes space among the ashes for something else – as will always happen. That’s what happened to the “new painting.” The ashes of scorched earth will always yield something good. Look at forest fires: they are good for the vegetation that grows up instead of what burned.
You have held exhibitions in various places – most recently a show at Hafnarborg last winter. How do you come to be showing your work here in Ölfus?
It’s simply because Hótel Hlíð is run by old friends of mine from Hafnarfjörður. So when the hotel manager, Árni Björn, rang to ask me if I’d like to hold an exhibition here, I was delighted to say yes. So the exhibition is a consequence of the invasion of Ölfus by Hafnarfjörður people.
How do you feel about showing your work in a space that is not intended as an art gallery?
I think it makes a refreshing change. Large numbers of people come here, from all over the world. Who knows, I may make some sales!
To turn to the graphic art: it’s quite a complex process, isn’t it?
Yes it is. You need a printing press, of course, and various other equipment, and really a special workspace – especially if you’re working with acid-etching. You have to do it in an air-conditioned space, and preferably wear a mask and protective overalls.
Do you have a good work facilities?
I don’t make my prints using acid any more – I incise straight into the metal with steel burins and other tools. Most of the prints in this show were made in the Netherlands thirty years ago. At that time I had very good facilities for working with acid.
As you mentioned earlier, you have been writing poetry in recent years: do you ever compose poems inspired by your own paintings, or paint pictures based on your poems?
No. But sometimes the world that is manifested in my verse interacts with the world of my visual art. It just happens that way, says Kristbergur in conclusion.

 

 

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x30 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

40x30 cmViðtal í Sunnlenska Fréttablaðinu

Viðtal í Sunnlenska Fréttablaðinu

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ