Hraun og mynd 23. janúar 2016 - 13. mars 2016 , Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar


Viðtöl / Interviews

Viðtal í RÚV Víðsjá

Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við Kristberg Pétursson listmálara sem sýnir stór olíumálverk auk vatnslitamynda í Hafnarborg í Hafnarfirði.

Kristbergur og Guðni Tómasson röbbuðu saman um verkin í Hafnarborg.

Tengill á þáttinn

Sýningarskrár / Catalogues

Hraun og mynd

Það er vel við hæfi að sýning Kristbergs Ó. Péturssonar skuli opna í Hafnarborg strax í kjölfar stórrrar yfirlitssýningar á verkum Eiríks Smith. Þótt allnokkur aldursmunur sé á þessum tveimur listmálurum, þá eiga þeir ýmislegt sammerkt. Báðir eru rótgrónir og sérsinna Gaflarar og öflugir  þátttakendur í myndlist samtímans á þroskaárum sínum, Eiríkur innan hreyfingar abstraktmálara á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og Kristbergur meðal nýexpressjónista og grafíklistamanna á níunda áratugnum. Eftir ýmiss konar kúvendingar þar sem Eiríkur sinnti m.a. Popplist og Kristbergur fágaðri ljósfræði,  mörkuðu báðir sér á endanum stefnu til hliðar við meginstraum myndlistarinnar, þar sem viðmiðið var oftar en ekki hrjóstrugt hraunlandslagið umhverfis heimabæ þeirra, Hafnarfjörð.                                                                     

En þar lýkur eiginlegum samanburði. Meðan Eiríkur nálgast náttúruna sem hann sér eða man  utan frá, opnar hana upp á gátt, þjappar henni saman eða staflar upp í samræmi við þann boðskap sem hann vill leggja áherslu á hverju sinni, þá beinist öll viðleitni Kristbergs að því að gefa til kynna lífið sem hann skynjar innra með náttúrunni. Hér er ekki úr vegi að skoða málverk hans í samhengi við verk Jóhannesar Kjarvals á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þá var það sem náttúrutengdir vættir af ýmsum toga hófu að krefjast tilveruréttar í landslagsmyndum meistarans; hraunbreiður og steindysir í þessum myndum verða fyrir þrýstingi innan frá, þrútna og þenjast út eins og lífhimnur undir álagi, eftir standa svo alls konar verur í mannsmynd. Í þessum verkum er náttúruskynjun Kjarvals hins vegar mun antrópómorfískari – mannsæknari -  en sú sem við okkur blasir í málverkum Kristbergs. Hraunlandslag er að sönnu höfuðviðfangsefni Kristbergs, hins vegar hefur hann takmarkaðan áhuga á staðfræði þess, táknrænu gildi eða bókstaflegri merkingu fyrir okkur sem erum þess aðnjótandi, heldur kappkostar hann að nálgast það á forsendum þess sjálfs. Um leið eru málverk hans og vatnslitamyndir ekki einskærar frásagnir af fyrirbærinu  „hraun“ , heldur frjálsleg tilbrigði „um“ það, með nauðsynlegum tilhliðrunum, einföldunum og ýkjum. Markmiðið er að gera það lifandi og virkt fyrir okkur áhorfendum sem hvorttveggja í senn, hraun og myndverk.                                                                   

Fyrir Kristbergi eru lífsorka og áhrifamáttur hraunsins fólgin í því hvernig það bregst við birtunni, svolgrar hana í sig þar sem gjótur eru dýpstar, temprar hana og deyfir þar sem hún leikur á yfirborði þess, brýtur hana upp þar sem það er harðhjóskulegast. Sannfæring hans er sú að það sé ekki fyrir litrófið, heldur víxlverkan skugga og birtu sem við skynjum hið „sanna andlit“ hraunsins.  Í strangasta skilningi eru myndir hans því ekki málaðar út frá grunneiningum krómatísks litaskala, heldur mótaðar með málningu, smám saman, í samræmi við  ljós-og-skuggamálverk (chiaroscuro) og aðferðafræði sígildra málara á borð við Leonardo, Vélazquez og Rembrandt. Hér á landi er það helst Georg Guðni sem beitir viðlíka tækni í landslagsstemmum sínum.           

Sérhver þessara mynda er þolinmæðisverk, þar sem málarinn leggur hvert gagnsætt eða hálfgagnsætt olíulagið ofan á annað, misjafnlega þunn í samræmi við þá birtu og áferð sem hann vill hafa til staðar á fletinum. Þessi lög geta numið mörgum tugum. Áferð er sömuleiðis hægt að stjórna með því að ýfa eða skrapa málaðan flötinn með ýmsum hætti, endurmála síðan eftir hentugleikum.    Í höndum Kristbergs verður dimmleitur og áferðarríkur flöturinn eins og ævagamall og hálfgagnsær hamur eða  hlífðarlag utan um lifandi innviði sem eiga sér enga hliðstæðu í anatómíu mannsins, öfugt við það sem gerist í áðurnefndum málverkum Kjarvals. Þessir innviðir stjórnast af eigin lögmálum, eru síkvikir og taka sífelldum breytingum, tvístrast, rekast á og leysast upp. Líta má á smáheim þessara verka sem eins konar endurspeglun alheims, makrókosmos, með óravíddum og ógnaröflum sínum. Ekki er fráleitt að skoða þessi verk Kristbergs út frá hugmyndafræði lífsorkukenningar – vítalisma – sem nú hefur að vísu verið afskrifuð sem vísindi, en var engu að síður hugmyndalegt haldreipi margra abstraktmálara snemma á síðustu öld. Til að mynda hélt Herbert Read fram mikilvægi þessarar kenningar, sem í stuttu máli gekk út á það að ein af grunnstoðum abstraktlistar væri arftekin „lífræn vitund“ hvers manns, sprottin af margra alda samneyti við náttúruna. Listamaðurinn umbreytti þessari vitund í lífræna abstraktlist sem jafnframt endurpeglaði vitund hans, sem hugsandi veru, um alheiminn.          Hvað sem því líður er óhætt að segja að eftir margra áratuga samneyti við hraunið í heimabyggð sé það nú runnið Kristbergi í merg og bein, móti viðhorf hans til náttúrunnar í stóru sem smáu.

Aðalsteinn Ingólfsson

  FIELDS OF LAVA

Aðalsteinn Ingólfsson

It is appropriate that Kristbergur Ó. Pétursson’s exhibition at Hafnarborg should follow on directly from a major retrospective of the work of Eiríkur Smith. While there is a considerable age difference between the two artists, they have much in common. Both have deep roots in the town of Hafnarfjörður, and both were vigorous participants in contemporary art during their formative years – Eiríkur as part of the abstract movement, Kristbergur among neoexpressionists and printmakers in the 1980s. And each of them, after changing course a number of times, ultimately marked out a path for himself outside the artistic mainstream, often focusing on the rugged lava landscape in and around their hometown, Hafnarfjörður.
Otherwise, they differ in many ways. While Eiríkur approaches the nature he sees or recalls from outside, opens it wide, compresses it or piles it up in accord with the message he wishes to convey, all Kristbergur’s energies go into exploring the life he perceives within nature. And his paintings may aptly be viewed in context of the art of Jóhannes Sveinsson Kjarval in the 1930s and 40s. It was at that time that various beings in nature started to demand a place in the maestro’s landscapes: in these paintings, lavafields and stone cairns are under inner pressure – they swell and expand like membranes under stress, until the picture plane is inhabited with diverse creatures in human form.
In these works, Kjarval’s view of nature is far more anthropomorphic than what we see in Kristbergur´s paintings. The lava landscape is Kristbergur’s main theme – yet he has little interest in its topography, symbolism or literal meaning for us who see the work. On the contrary, he strives to approach it on its own terms. Thus his paintings and watercolors are not simply portrayals of the phenomenon “lava”, but free variations “on” it - with the concomitant adjustments, simplifications and exaggerations. The objective is always to make it something live and active for us, the observers, simultaneously as lava, and as a work of art.
For Kristbergur the energy and power of the lava field consist in its response to light – swallowing it up where the fissuers are deepest, moderating and muting it as it plays on the surface, softening it where it falls on moss, refracting it where the lava is at its most jagged. His view is that it is not due to the color spectrum, but to the interaction of light and shade, that we percieve the ´´true face´´ of the lava. In the strictest sense his pictures are not painted using the basic units of the chromatic scale, but built up with paint, step by step, in accord with the principles of chiaroscuro and the methods of such classical masters as Leonardo, Velasques and Rembrandt.
Each painting is enormously time-consuming, as the painter applies layer after layer, transparent or translucent, varying in thickness according to the quality of light or texture he wishes to achieve, or the space he seeks to create. The layers may number many dozens. Texture can also be achieved by roughening or scraping the painted surface in various ways and then repainting at will.
In Kristbergur´s hands the dark and richly textured picture plane comes to resemble an ancient translucent carapace or protective layer around the living innards which have no parallel in human anatomy – opposite of what Kjarval achieved in his paintings, mentioned above. These innards are subject to their own laws – they are in constant motion, ever-changing, separating, colliding, dissolving. The miniature world of these works may be seen ars reflecting the universe or macrocosmos with its endless distances and overwhelming powers.
Kristbergur’s works may also be viewed on the principles of vitalism – now, admittedly, discredited as a science – which was an ideological holdfast for many abstract painters in the early 20th century. Art philosopher Herbert Read, for instance, maintained the importance of this theory, which in brief terms regarded the “organic sensibility” of each person, arising from many centuries of coexistence, as one of the essential pillars of abstract art, which also reflected his perspective, as a thinking being, on the universe.
Whatever the value of such theories, it is safe to say that after many decades of coexistence with the lava of his home town, it has merged with Kristbergur’s very flesh and bone – and it informs all his views on nature and the universe.

Translation Anna Yates

 

Gagnrýni / Critique

Í mistri tilfinninganna.

Hraun og mynd kallast sýning Kristbergs Ó. Péturssonar sem nú stendur yfir á efri hæð Hafnarborgar. Stór, áferðarrík málverk í gulbrúnum tónum prýða veggina og er ekki laust við að áhorfandanum verði hugsað til verka listmálara eins og Rembrandts, Turners eða jafnvel Tapíes. Hraun er ekki endilega það sem kemur upp í hugann enda er tjáning Kristbergs óhlutbundin þótt hún kunni að vera sprottin úr birtubrigðum og hughrifum úr hafnfirsku hrauni. Þessi verk eru öll frá síðustu tveimur árum en auk þeirra getur einnig að líta vatnslitamyndir og ljóð eftir Kristberg.

Ljóðin birtast sem textar á veggjum, innan um málverkin, og ljóst er að mörg þeirra eru sprottin af veru listamannsins í náttúrunni. Þau gætu einnig fjallað um glímu hans við málverkið: „Förum í leikinn / ský fyrir sól // það er leikur / dagsins // leikur fyrir tvo“, segir í ljóðinu „Leikur“. Glíma þessi byggist á löngu ferli við tilurð málverks sem byggt er upp lag fyrir lag með ýmsum verkfærum, yfirborð þess skafið, skrapað og ýft. Lita-tónarnir eru gulir, brún- og dökkleitir og þannig skapar Kristbergur í senn áhrif jarðbundins þunga og þokukennds andrúmslofts. Er horft ofan í svörðinn eða út í móðu og moldviðri? Næmni fyrir eiginleikum olíulitanna skilar sér í hægri stígandi í birtumeðferð og fágaðri dýptartúlkun. Yfirborð verkanna lifir sínu eigin áferðarríka lífi    en felur um leið í sér „mynd“ eða myndefni sem hægt er að tengja við landslags- eða líkamsform. Dökkir fletir verða að hraungjótum eða augntóftum í ógreinilegu andliti. Ljóðið „Sólstafir“ kallast á við þessa virkni málverkanna: „Aldrei verður svo þungt yfir / að sjáist ekki sólstafir / geðshræringa / líða yfir andlit okkar“. Ljóðin á veggjunum ýta undir slíka túlkun á málverkunum og áhorfandinn skynjar hvernig innri veður listamannsins eiga sér samsvörun í formrænni ólgu málverkanna.

Vatnslitaverkin er að finna í smærra rýminu og eru þau áhugaverð viðbót við stærri verkin. Rétt eins og olíumálverkin byggjast þau á mörgum lögum af lit en þar nýtir Kristbergur sér gagnsæi vatnslitanna til að gæða myndirnar léttleika án þess þó að draga úr mystíkinni. Vatnslitaverkin eru einnig viss tilbreyting frá stærri verkunum, sem eru öll áþekk og ráða miklu um sterkan heildarsvip sýningarinnar. Hún ber jafnframt svipmót innsetningar þar sem sköpuð er dulúðug stemning sem dauf lýsing í salnum á sinn þátt í. Áhorfandinn gengur inn í stemningu þar sem takast á rökkur og innri birta; þar sem birtist ljósmagn á óræðum mörkum.

Anna Jóa

 

 

 

 

 

In a haze of emotions
Lava and Image– Kristbergur Ó. Pétursson

Hraun og mynd/ Lava and Image is the title of Kristbergur Ó. Pétursson’s exhibition, now open on the upper floor at Hafnarborg. Large, richly-textured paintings in yellowish-brown hues adorn the walls, and the observer may think of painters such as 

Rembrandt, Turner, even Tapíe. Lava is not necessarily what one thinks – for Kristbergur’s expression is abstract – even though it may spring from light effects and impressions from the lava fields of Hafnarfjörður. These works all date from the past two years; in addition, watercolours and poetry by the artist are shown.

The poems are displayed as texts on the walls amid the paintings; and many clearly spring from the artist’s time spent surrounded by nature. They may also be taken to address his struggle with the painting: “Let’s play the game/ clouds hide the sun// it’s today’s/ game // a game for two,” he writes in the poem Game. That struggle is bound up with the prolonged process of developing of the painting – built up layer by layer, using a range of tools, scraping, abrading and roughening the texture. The colour palette consists of yellows, brown and dark tones; and in that way Kristbergur simultaneously evokes an ambiance of earthy weightiness and of hazy airiness. Are we looking down into the vegetation, or outwards into the thickening haze? In creating the impression of a gradual intensification of light and a refined illusion of depth the artist has demonstrated great ability and sensitivity in the medium of oil paint. The surface of the works has a richly-textured life of its own, yet also encompasses an image or motif that can evoke landscape or human forms. Dark planes become rifts in a lava field, or eye sockets in an amorphous visage. The poem Sólstafir/Sunrays interacts with this aspect of the paintings: “It is never so overcast/ that sunrays of emotion/ cannot be seen/ passing over our faces.” The poems on the walls invite such an interpretation of the paintings, and the observer senses how the artist’s internal weather conditions are reflected in the formal unrest of the paintings. The watercolours are displayed in the smaller gallery space, and they make an interesting supplement to the larger pieces. Like the oil paintings, they comprise many layers of paint, but here Kristbergur uses the transparency of watercolour to imbue the works with lightness, without sacrificing any of the mysticism. The watercolours also form a contrast to the larger works, which are all similar and establish the ambiance of the exhibition as a whole. The exhibition has the character of an installation, establishing a mystical atmosphere, to which the low lighting of the gallery contributes. The observer enters into an ambiance where dusk encounters interior light – where light appears at the indistinct boundary.

Anna Jóa

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x17 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

180x150 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

170x210 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

170x120 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

160x200 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

25x19 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

23x13 cm

Nafnlaus

Nafnlaus

Vatnslitir  

22x18 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

21x18 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

20x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

22x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

22x14 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

22x13 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

21x18 cm

Án titils

Án titils

Vatnslitir  

25x19 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

150x120 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

180x150 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

100x120 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

180x150 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

200x200 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

160x200 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

150x120 cm

Án titils

Án titils

Olía   Strigi  

85x90 cmHraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Yfirlitsmynd

Yfirlitsmynd

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Boðskort

Boðskort

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ