Um sýninguna:
Sumarið 2002 starfaði ég sem gæslumaður á fuglaverndarsvæðinu við Ástjörn nálægt Hafnarfirði. Ég hafði vatnslitina með mér og greip í pensil þegar tími gafst til. Náttúrufegurðin þarna hafði djúp áhrif á mig. Ég hafði aldrei áður varið svo miklum tíma í kyrrð og einveru, fjarri ysnum á mölinni.
Í vinnuskúrnum var útvarpstæki sem ég hlustaði á mér til afþreyingar. Þá voru tíðar fréttir af landspjöllum, á Reykjanesinu og víðar um land, vegna utanvegaaksturs og annars glæfraskapar sem skildi eftir sig ljót sár á landinu og stundum óbætanlegan skaða. Fyrstu verkin tengjast hugleiðingum mínum og tilfinningum vegna þess gáleysis sem viðgengst í umgengni við landið. Síðan hef ég unnið í ýmsum tilbrigðum við upphafsstefið. Á þessari sýningu eru elstu og yngstu verkin saman komin.
Það má segja að þetta séu minimalísk verk. Þetta er ekki póstkortalandslagið, frekar landið sem rennur framhjá handan bílrúðunnar meðan við þeysum óþreyjufull á milli áningarstaða. Heiðar, móar, sandar og melir.
About the works:
In the summer of 2002 I worked as a guard in the bird conservation area at Ástjörn near Hafnarfjordur. I had the watercolor with me and grabbed the brush whenever I had a time to. The beauty of nature there had a profound effect on me. I had never before spent so much time in solitude, in nature, away from the bustle of the city.
In the work shed was a radio that I listened to. Then there was frequent news of the country news, in Reykjanes and beyond, due to off-road driving and other atrocities that left scars on the land and sometimes irreparable damage. The works relate to my reflections and feelings because of this. During the years I have worked in variations on the initial concept. In this exhibition, the oldest and youngest works are brought together.
It can be said that these are minimal works, in a way. This is not the landscape of postcards, rather the nameless areas in the land that we pass in our cars as we stride impatiently from one tourist site to another. Heaths, moors, sands, gravels.