Viðtal í Störu 2017 , Stara


Viðtöl / Interviews

Vinnustofuinnlit

STARA

Rit sambands íslenskra myndlistarmanna
nr 9, 2. tbl. 2017

Vinnustofuinnlit
Kristbergur Óðinn Pétursson

Vinnustofa Kristbergs að Lyngási í Garðabæ er honum nauðsynleg en hann er nú í óðaönn að undirbúa sýningu í Gerðubergi sem opnar 25. nóvember. Kristbergur nam við Myndlista- og handíðaskólann 1979- ´85 og síðan Rijksakadenie van Beeldende Kunsten, Amsterdam, Hollandi.1985- ´88. Kristbergur gaf STÖRU innsýn í vinnustofu sína.

Hvar færðu innblástur?
Vinnan veitir mér innblástur þegar ég er að störfum á vinnustofunni. Ferðalög, lestur og tónlist hefur góð áhrif. Kyrrð, hvíld og einvera. Gott er að eiga fáa og góða vini í ævilangri fylgd. Sama gildir um hugmyndir. Annars vil ég frekar tala um djúpar kenndir en en hugmyndir. Það er eitthvað sem sprettur af djúpum rótum og verður hvorki lært né kennt og kannski aldrei skilið til fulls. Ef ég gæti með góðu móti fært það í orð væri ég rithöfundur.

Hvaða verkefni eru framundan hjá þér?
Sýning í Gerðubergi, opnar 25. nóvember. Eftir það er ég verkefnalaus, nema það sé sérstakt verkefni að leita sér að verkefnum.

Hversu mikilvægt er það fyrir þig að vera með vinnustofu?
Býsna mikilvægt. Ein aðal forsenda þess að koma einhverju í verk. Ég hef verið með vinnustofu nær samfellt síðan 1991 í afdönkuðum verksmiðju- og iðnaðarhúsum í Hafnarfirði, sem að lokum voru rifin. Óttast að Lyngás 7 fari sömu leið.

Lýsing á vinnustofunni
Björt, góð lofthæð, suðurgluggar, dálítið heit í sólskini. Yfirfull af verkum, tækjum og tólum. Gott næði.

Hvert er markmiðið/toppurinn í starfinu?
Það er ekkert endanlegt markmið og það eru bæði toppar og lægðir á ferlinum. Hver sýning er markmið útaf fyrir sig og markar kaflaskil. Engir tveir kaflar eru eins en tilheyra þó sömu sögunni. Vil halda áfram og gera betur. Hef mikinn áhuga á að halda sýningu erlendis. Það er fjarlægur draumur, en draumur engu að síður, að geta lifað af listinni.
Af hverju ertu myndlistarmaður?
Ég fann mig í myndlistinni. Síðan spurning um að vera sjálfum sér trúr.

Í fullkominni veröld væri myndlist...
fullkomin.

Mottó
Hef aldrei tileinkað mér neitt mottó, en þessi orð koma í hugann: Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð. Og þetta: Listin er vinna.

Áhrifavaldar
Sá fyrsti var van Gogh og sá nýjasti Howard Hodgkin. Gunnlaugur Scheving hafði þónokkur áhrif á mig þegar ég var unglingur. Ég stældi aðferð hans að vinna uppúr örsmáum skissum. Á unglingsárunum kóperaði ég van Gogh, Cézanne, Rembrandt, Manet, Titian og marga aðra meistara uppúr listaverka-bókum. Síðan get ég nefnt Albert Pinkham Ryder, Ralph Blakelock, Carl Frederik Hill, Odilon Redon og fleiri. Listinn er langur. Maður er alltaf undir áhrifum, bæði nýjum og gömlum. Það er dýrmæt tilfinning að hrífast af einhverju.

Hvað er SÍM fyrir þér?
Félagið okkar. Án SÍM værum við tvístruð hjörð og hagsmunamál okkar í ólestri.

Af hverju gerðist þú félagi í SÍM?
Sem meðlimur í Íslenskri Grafík varð ég sjálfkrafa meðlimur í SÍM.

Hvaða kostir eru við það að vera félagi í SÍM?
Ég hef alltaf fengið góð viðbrögð og aðstoð hjá SÍM þegar ég hef leitað þangað með fyrirspurnir og úrlausnarefni. Svo er frábært að eiga kost á vinnustofudvöl í Berlín, ég var þar i tvær vikur í sumar, gef mín bestu meðmæli og fer aftur við fyrsta tækifæri. Starfsfólk og stjórn SÍM vinnur ötullega að hagsmunamálum félagsmanna. Takk fyrir mig.

 

Kristbergur´s studio at Lyngás in Garðabær is a necessity to him. He is now preparing an exhibition in Gerðuberg which opens on November 25th. Kristbergur studied at The Icelandic College of Arta and Crafts in 1979-'85 and then at the Rijksakademie van beeldende Kunsten, Amsterdam, in 1985-'88. Kristbergur gave STARA an insight into his studio.

Where does your inspiration come from?
The work gives me inspiration when I'm in the studio. Travel, reading and listening to music is influential. Tranquility, rest, and solitude. It's good to have few trusted friends throughout your life. The same applies to ideas. However, I'd rather talk about deep desires than ideas. It's something that sprouts out of deep-seated roots and cannot be learned, or taught, and maybe never fully understood. If I could express it eloquently I'd be a writer.

What projects are on the horizon?
An exhibition iun Gerðuberg that opens in Novewmber 25th. After that I don'have any projects, unless it's a project unto itself og fearching for projects.

How important is having a studio for you?
pretty important. It's one of the the main prerequisities to getting anything done. I've had a studio almost uninterrupted since 1991, first in a derelict factory and then in industrial buildings in Hafnarfjörður which were eventually torn down. I'm afraid Lyngás 7 will go the same route.

Description of the studio
Bright, high ceiling, windows with a southern exposure, a bit hot when the sun is shining. Overflowing with works, equipment, and tools. Discreet.

What is the objective/the highlight of the work?
There is no final objective and there are highs and lows during the career. Every exhibition is its own objective and marks a new chapter. No two chapters are the same although they belong to the same story. I want to continue and improve. I would like to mount an exhibition abroad. That´s a distant dream, but a dream nonetheless, to be able to live off art.

Why are you a visual artist?
I found myself in visual art. It's a question of being true to oneself.

In a perfect world, visual art would be...
Perfect.

Motto:
I've never adopted a motto, but these words come to mind: One picture can say more than thousand words. And this: Art is work.

Influences:
The first was Van Gogh and the latest Howard Hodgkin. Gunnlaugur Scheving was somewhat influential in my life when I was a teenager. I copied his method of working from tiny sketches. During my teen years I copied Van Gogh, Cézanne, Rembrandt, Manet, Titian, and many other artists from art books. I could also mention Albert Pinkham Ryder, Ralph Blakelock, Carl Frederik Hill, Odilon Redon and more; the list is long. You are constantly being influenced by the new and the old. It's a precious feeling to be fascinated by something.

What is SÍM to you?
Our association. Without SÍM we'd be a scattered herd and our interests in disarray.

Why did you become a member of SÍM?
As a member of the Icelandic Printmakers Association I was automatically a member of SÍM.

What benefits are there being a member of SÍM?
I've always had a good response and assistance when I've called upon SÍM with inquiries and tasks. In addition, it's wonderful to have access to the studio in Berlin; I was there for two weeks last summer, and it gets my highest recommendation and I'll be returning at the first opportunity. The employees and the board of SÍM work diligently in the interest of its members.

 

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ