Lífshlaup / Chronology


2020

Dagana 6. febrúartil 10. mars hélt Kristbergur sýningu í Gallerí Göngum í Háteigskirkju, Reykjavík. Það voru að mestum hluta ný verk unnin fyrir þetta tilefni.
Dagana 8. til 16. febrúar dvaldi hann í Amsterdam að kynna sér sýningarsali. Listasalurinn WGkunst varð fyrir valinu og er áætlað að halda sýningu þar í febrúar 2021.
Kristbergur fékk úthlutað einum mánuði í listamannalaunum í sérstakri aukaúthlutun vegna covid-veiruástandsins.

2019

Torg Listamessa 2019

Torg Listamessa 2019

Tók þátt í Torgi Listamessu á Korpúlfsstöðum 4. til 6. október ásamt Oddrúnu systur sinni og voru þau saman með bás eins og árið áður. Í apríl hélt  hann sýningu í Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði og um svipað leyti sendi hann frá sér bókina Efnistök - málverk, grafík og ljóð.

Dagana 9. til 17. nóvember hélt hann sýningu í Lyngási 7 í Garðabæ. Það var stór sýning; alls 100 verk og var þeim komið fyrir í anddyri hússins, stigagangi og á gangi annarrar hæðar.

Þann 18. nóvember hélt Kristbergur í nokkurra daga ferð til Amsterdam. Þar heimsótti hann Ríkisakademíuna á Opnum vinnustofum og gaf bókasafni skólans eintak af bókinni sinni. Einnig skoðaði hann sýningar í Van Gogh-safninu og í Rijksmuseum. 

Dagana 1. til 22. desember tók Kristbergur þátt í Ljósabasar, fjáröflunarátaki fyrir Nýlistasafnið.

2018

Ásamt gestum á opnun í Edinborgarhúsinu

Ásamt gestum á opnun í Edinborgarhúsinu

Árið hófst á vinnustofuflutningum innanhúss í Lyngási 7 þar sem Kristbergur flutti aðstöðu sína upp á efri hæð hússins. Meðan á þessum breytingum stóð hafði hann aðstöðu í Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði (gamla Lækjarskóla) og málaði þar röð vatnslitamynda. Þau verk urðu uppistaðan í sýningunni Við í Edinborgarhúsinu, á Ísafirði 13. til 31. júlí. Að þeirri sýningu lokinni var sett upp samsýningin Svartalogn í Edinborgarhúsinu og átti Kristbergur nokkur verk á henni.  Í júnímánuði keypti Hafnarborg málverk af Kristbergi og var sú mynd sýnd á sýningunni Ný aðföng í Sverrissal í Hafnarborg. Í ágústmánuði kviknaði sú hugmynd að gera heimasíðu. Kristbergur hafði samband við Einar Bergmund Bóasson og þeir hófust strax handa.

2017

Utan þjónustusvæðis

Utan þjónustusvæðis

Sýningin Málverk opnaði í Anarkía listasal 27. maí og stóð til 18. júní. Næst opnaði Kristbergur sýningu í SÍM-húsinu 7. júlí og stóð hún til 21. júlí. Loks opnaði hann sýningu í Gerðubergi listamiðstöð 25. nóvember og stóð hún til 14. janúar. Sýningin í Gerðubergi var styrkt af Myndlistarsjóði. Kristbergur flutti fyrirlestur um verk sín í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 1. nóvember á Degi myndlistar. 

2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Hraun og mynd, Hafnarborg 2016

Sýningin Hraun og mynd opnaði 23. janúar í Hafnarborg og stóð til 13. Mars. Á sýningunni voru olíumálverk, vatnslitamyndir og ljóð. Þann 11. júní opnaði sýning á verkum frá ýmsum tímum á Hótel Holti í Ölfusi og stóð hún fram eftir sumri. Í júlímánuði flutti Kristbergur vinnuaðstöðu sína úr Dverghúsinu í Hafnarfirði yfir í Lyngás 7 í Garðabæ, þar sem hann fékk úthlutað vinnustofu á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Hann hélt fyrirlestur um verk sín í Klébergsskóla á Kjalarnesi þann 18. nóvember á Degi myndlistar.

2015

Nýmálað ll

Nýmálað ll

Hélt sýningu í Gallerí Firði 13. til 31. febrúar. Hlaut styrk frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar vegna væntanlegrar sýningar í Hafnarborg 2016.  Tók þátt í samsýningunni Nýmálað ll á Kjarvalsstöðum 28. mars – 7. júní. Teikningaserían Leshringir varð til snemma þetta ár og gaf tóninn fyrir þróun nýrra hugmynda. Heimsótti Amsterdam til að skoða sýninguna Late Rembrandt í Rijksmuseum Amsterdam. Hélt fyrirlestur um verk sín í Álftanesskóla þann 20. nóvember. Hóf störf hjá Heimaþjónustu Hafnarfjarðar þá um sumarið.

2014

Kaffi Mokka 2014

Kaffi Mokka 2014

Sýning í Anarkía Listasal, Hamraborg 1 Kópavogi 11. janúar til 2. febrúar. Hlaut hvatningarstyrk frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar. Hlaut Starfslaun listamanna í sex mánuði.  Snemma þetta ár var því slegið föstu að hann héldi sýningu í  Hafnarborg 2016 og hóf hann strax að vinna verk fyrir þá sýningu. Hélt sýningu á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg  13. júní  til 17. júlí. Hélt sýningu í Gallerí Firði 3. til 20. apríl. Um haustið hélt hann fyrirlestur um verk sín í Ingunnarskóla á Degi myndlistar.

2013

Þórður og Kristbergur í undirbúningi sýningar

Þórður og Kristbergur í undirbúningi sýningar

Kristbergur hlaut styrk frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar vegna samsýningar hans og Þórðar Hall í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin bar yfirskriftina Endurfundir og var haldin dagana 1. nóvember til 15. desember.

2012

Gallerí Bar 46

Gallerí Bar 46

Snemma árs hóf Kristbergur að mála myndir fyrir væntanlega samsýningu hans og Þórðar Hall í Listasafni Reykjanesbæjar. Hélt sýninu í GalleríBar46, Hverfisgötu 46 Reykjavík. Tók þátt í samsýningu í Gallerí 002, Þúfubarði 17 Hafnarfirði 3 – 4 nóvember.

2011

Málverk 2008 - 2011 útgefin

Málverk 2008 - 2011 útgefin

Tók þátt í samsýningu í 002 Gallerí, Þúfubarði 17 Hafnarfirði 5. – 6. mars. Hóf um það leyti að skrifa ljóð og hefur stundað þá iðju af og til síðan. Um haustið gaf hann út bókina Málverk 2008 – 2011. Auk myndverka inniheldur bókin tvö ljóð.

2010

Vatnslitavinna

Vatnslitavinna

Kristbergur hóf að mála vatnslitamyndir á þessu ári eftir nokkurt hlé og hefur sá miðill verið veigamikill í starfi hans síðan.

2009

Mokka 2009

Mokka 2009

Tók þátt í samsýningunni Litir ættbogans í Menntasetrinu við Lækinn. Hélt sýningu á Kaffi Mokka 20. nóvember til 10. desember.

2008

Í Hafnarborg 2008

Í Hafnarborg 2008

Sýning í SÍM-húsinu í júlímánuði. Dagana 8. mars til 21. apríl var samsýningin Hafnfirskir myndlistarmenn haldin í Hafnarborg í tilefni af hundrað ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar og tók Kristbergur þátt í henni.

2007

Grágrýti - Basalt

Grágrýti - Basalt

Hélt áfram að vinna að verkum í Utanvega-myndröðinni. Gaf út bókina Grágrýti – Basalt. Bókin er 48 blaðsíður og inniheldur verk frá 1993 til 2006.

2006

Hin blíðu hraun, viðtal við Jón Proppé

Hin blíðu hraun, viðtal við Jón Proppé

Tók þátt í samsýningunni Hin blíðu hraun í Hafnarborg og hlaut styrk fyrir því verkefni frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar. Sýndi fjögur verk úr myndröðinni Utanvega.

2005

Kveðjuhátíð fyrir Vesturgötu 9 - 13 Hafnarfirði

Kveðjuhátíð fyrir Vesturgötu 9 - 13 Hafnarfirði

Í janúar var haldin Kveðjuhátíð fyrir Bæjarútgerðarhúsið að Vesturgötu 9-13 Hafnarfirði. Húsið hafði um árabil verið vettvangur fyrir ýmsa menningarstarfsemi. Leiklistarfólk, myndlistarmenn og hljómsveitir áttu þar aðsetur. Skömmu seinna var húsið rifið. Kristbergur fékk vinnuaðstöðu tímabundið í Menntasetrinu við Lækinn (gamla Lækjarskóla) Skólabraut 1 og síðan til lengri tíma í Dverg, Lækjargötu 2, þar sem hann var með vinnustofu til ársins 2016. Hann hélt sýningu um haustið í Menntasetrinu við Lækinn.

2004

Stefnumót í Sverrissal 2004

Stefnumót í Sverrissal 2004

Tók þátt í samsýningunni Stefnumót í Sverrissal í Hafnarborg 7. til 23. ágúst. Fyrr á árinu hlaut hann styrk til að vinna að verkunum frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar.

2003

Sverrissalur í Hafnarborg 2003

Sverrissalur í Hafnarborg 2003

Sýning í Sverrissal, Hafnarborg 13. September til 6. október. Hélt námskeið um haustið hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði og urðu þau námskeið fastur liður bæði vor og haust næstu árin, auk námskeiða í málun og teikningu hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar.

2002

Hlaut styrk frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar til undirbúnings sýningar í Hafnarborg. Starfaði um sumarið sem gæslumaður á fuglaverndunarsvæðinu í Áslandi, Hafnarfirði og hafði vatnslitina með sér til afþreyingar. Þar málaði hann fyrstu verkin í myndröð sem hlaut heitið Utanvega.

2001

Safnahúsið í Borgarnesi

Safnahúsið í Borgarnesi

Kristbergur tók þátt í Listasumri á Akureyri með sýningu í Ketilhúsinu 23. júní til 8. júlí. Einnig hélt hann sýningu í Safnahúsinu í Borgarnesi auk smærri sýninga í Næsta galleríi við Ingólfsstræti og í Litla kaffihúsinu á Neskaupstað. Loks má nefna netsýningu á 20 olíumálverkum á leitarsíðunni leit.is.

2000

Námskeið í málun á Neskaupstað 2000

Námskeið í málun á Neskaupstað 2000

Íslensk Grafík í Shanghai, Kína

Íslensk Grafík í Shanghai, Kína

Tók þátt í 4th Shanghai International Art Fair og Guangzhou International Art fair ásamt félögum úr Íslenskri Grafík. Hélt annað námskeið í olíumálun í Neskaupstað. Sýning í Hár og list, Strandgötu 39 Hafnarfirði. Hóf að halda kvöldnámskeið í málun á vinnustofu sinni, Listiðjuverinu, Vesturgötu 9-13           í Hafnarfirði.

1999

Námskeið á Neskaupstað

Námskeið á Neskaupstað

Hlaut Starfslaun listamanna í sex mánuði. Hélt námskeið í málun í Listasmiðjunni Þórsmörk í Neskaupstað. Tók þátt í bæjarhátíðinni Franskir dagar á Fáskrúðsfirði 23.-25. júlí með sýningu í grunnskóla staðarins.  Tók þátt í samsýningunni Samstaða – 61. Listmálari í Listaskálanum í Hveragerði 17. júlí til 1. ágúst. Hélt sýningu í veitingahúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri 10. sept.-3. okt.  

1998

Náttúrulistaþing á Þingeyrum

Náttúrulistaþing á Þingeyrum

Tók þátt í náttúrulistaþinginu Líkt og vængjablak, á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Það var haldið að frumkvæði Jóns Thors Gíslasonar og þátttakendur voru íslenskir og þýskir listamenn. Bókin Horfin handtök eftir föður Kristbergs, Pétur G. Kristbergsson, kom út og var hún myndskreytt af Kristbergi.                                           

1997

Kunstlerhaus Cuxhaven

Kunstlerhaus Cuxhaven

Vinnustofudvöl í Kunstlerhaus Cuxhaven, Þýskalandi frá júníbyrjun til júlíloka. Hélt sýningu á verkunum á veitingahúsinu Jómfrúnni í Lækjargötu. Tók þátt í samsýningunni Portmyndir við Laugaveg 5. apríl til 3. maí. Hljóðverkið Peningur varð til í tölvunni og var vistað í Gallerí Hlust.

1996

Listin í Ingólfsstræti

Listin í Ingólfsstræti

Sýning í Sólon Íslandus við Bankastræti, meðal annars á verkum frá Finnlandsdvölinni. Sýning í Kaffi Óliver í Ingólfsstræti, matsölustaðnum Á næstu grösum við Klapparstíg og í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Vesturgötu 9– 11 Hafnarfirði. Hóf störf við skipaafgreiðslu hjá Eimskipum og starfaði við það í lausráðningu ásamt öðrum störfum til ársins 2002. Kristbergur var án vinnustofu um þetta leyti en hafði aðstöðu í heimahúsum eftir heimkomuna frá Finnlandi árið áður og allt til vormánaða 1997.

1995

Samtímis í Norræna Húsinu

Samtímis í Norræna Húsinu

Tók þátt í samsýningunni Samtímis í Norræna húsinu í Vatnsmýri. Málverkasýning í Götugrillinu, veitingahúsi í Kringlunni. Þátttaka í afmælissýningu Nýlistasafnsins. Dvaldi í gestavinnustofu í Sveaborg/Suomenlinna í Finnlandi frá febrúarbyrjun til júníloka.

1994

Félagið Íslensk Grafík í Kína

Félagið Íslensk Grafík í Kína

Hélt sýningu á kaffistofu Hafnarborgar. Tók þátt í samsýningu Íslenskrar Grafíkur í Menningarmiðstöð austur-Beijing í Kína. Hlaut Starfslaun listamanna í sex mánuði. Tók þátt í stofnun Listhúss 39, að Strandgötu 39 í Hafnarfirði. Listhúsið opnaði þann 23 nóvember.

1993

Hafnarborg 1993

Hafnarborg 1993

Hélt einkasýningu í Hafnarborg 28. ágúst til 13. september. Dvaldi um skamma hríð í Amsterdam og fékk afnot af vinnustofu fyrrum skólafélaga í Ríkisakademíunni, Moritz Ebinger. Þaðan fór hann til Dusseldorf og síðan til Warmbronn í Suður-Þýskalandi að heimsækja Jón Thor Gíslason. Fékk hlutastarf sem útlitsteiknari á dagblaðinu Tímanum. Tók þátt í Jólasýningu í Hafnarhúsinu í Reykjavík.  

1992

Á vinnustofu 1992

Á vinnustofu 1992

Vann áfram að olíumálverkum fyrir Hafnarborgarsýninguna sem í vændum var.

1991

Á vinnustofu í BÚH

Á vinnustofu í BÚH

Hafsauga í Akraborginni

Hafsauga í Akraborginni

Í janúar fékk hann aðstöðu í fyrrum húsnæði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar að Vesturgötu 9 – 13 og var þar með vinnustofu nær samfellt til ársins 2005 er húsið var rifið. Tók þátt í samsýningu á göngum Menntamálaráðuneytisins og um borð í Akraborginni. Hóf að vinna að olíumálverkum fyrir sýningu í Hafnarborg 1993.

1990

Gallerí Einn Einn

Gallerí Einn Einn

Hélt einkasýningu í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg 23. mars til 8. apríl.

1989

Vijf Ijslandse Kunstenaars

Vijf Ijslandse Kunstenaars

Vijf Ijslandse Kunstenaars

Vijf Ijslandse Kunstenaars

Tók þátt í samsýningu íslenskra myndlistarmanna í Pulitzer Art Gallery í Amsterdam 8. janúar til 23. febrúar.  Um nokkurra vikna skeið hafði hann afnot af gestavinnustofunni í Hafnarborg og teiknaði þar myndröð í svartkrit og tússi.  Hlaut starfslaun listamanna í fjóra mánuði. Um sumarið hafði hann aðstöðu í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Tók þátt í samsýningunni Á tólfæringi í Hafnarborg 10. júní til 17. ágúst. Um haustið hóf hann störf sem leiðbeinandi við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og starfaði þar allt til ársins 2000. Tók þátt í stofnun Listamiðstöðvarinnar í Straumi og gekk til liðs við Gallerí Grjót á Skólavörðustíg.

1988

Kristbergur og Einar Melax

Kristbergur og Einar Melax

Lauk námi við Ríkisakademíuna í Amsterdam í lok maímánaðar. Heimkominn frá Hollandi hóf hann störf á dagblaðinu Þjóðviljanum sem útlitsteiknari og starfaði þar næstu fjögur árin. Hafði aðstöðu til listsköpunar í foreldrahúsum í Hafnarfirði. Myndskreytti ljóðabók Einars Melax; Óskiljanleg kúla.

1987

Nýlistasafnið 1987

Nýlistasafnið 1987

Hélt sýningu á grafíkverkum í Grafiek Expo Zaal í Ríkisakademíunni í Amsterdam og á teikningum í Galerie Scholte á sama stað. Hélt sýningu í Nýlistasafninu 3. til 12. júlí. Vann um sumarið hjá Rafveitu Hafnarfjarðar.

1986

Um vorið stóð tæpt með veru Kristbergs í Ríkisakademíunni þar sem hann hafði ekki uppfyllt þau fyrirheit sem stuðluðu að inngöngu hans í skólann. Hann bjargaði sér fyrir horn með því að framvísa nýjum hugmyndum í skissuformi sem hann hafði unnið að um veturinn og hét því að vinna samkvæmt nýrri áætlun úr þeim hugmyndum. Það tryggði veru hans í skólanum næstu tvö skólaár.

1985

Ungt listafólk í Svíþjóð

Ungt listafólk í Svíþjóð

Átján ætingar

Átján ætingar

Í janúar gaf hann auglýsinganámið upp á bátinn og fékk sig skráðan sem fimmtaársnemanda í grafíkdeild MHÍ. Þá hóf hann að undirbúa umsókn í myndlistarskóla erlendis með nýjum verkum. Um vorið hélt hann til Hollands að kynna sér skóla þar í landi. Hann hlaut inngöngu í Rijksakademie van Beeldende kunsten í Amsterdam og hóf nám þar um haustið. Um sumarið fékk hann vinnu hjá Rafveitu Hafnarfjarðar og starfaði þar einnig næstu tvö sumur. Tók þátt í listahátíðinni Ung Nordisk Kulturfestival, sem haldin var í Skeppsholmen í Stokkhólmi. Tók þátt í stofnun, rekstri og sýningum Gallerí Salarins að Vesturgötu 3 í Reykjavík.

1984

Kristbergur við verk sín í Kunstforeningen, Þrándheimi

Kristbergur við verk sín í Kunstforeningen, Þrándheimi

Tók þátt ásamt Georgi Guðna Haukssyni og Ingiríði Harðardóttur í samsýningu norrænna myndlistarnema í Kunstforeningen í Þrándheimi, Noregi. Starfaði í Prentsmiðju Hafnarfjarðar um sumarið. Hélt einkasýningu í Hafnarborg 17. nóvember. til 2. desember.

1983

Ný Grafík á Kjarvalsstöðum

Ný Grafík á Kjarvalsstöðum

Útskrifaðist frá Grafíkdeild MHÍ og var útskriftarsýningin haldin á göngum Kjarvalsstaða. Tók þátt í samsýningu ungra hafnfirskra myndlistarmanna í Flensborgarskóla um sumarið í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar. Starfaði um sumarið við ýmislegt svosem þakviðgerðir og torfhleðslu en endaði loks  í hraðfrystihúsi BÚH. Um haustið hóf hann nám í grafískri hönnun í MHÍ. Hélt sýningu í Bókasafni Ísafjarðar um sumarið. Keypti grafíkpressu, efni og áhöld frá P. Van Ginkel í Hollandi og hafði um skeið aðstöðu í gamla íþróttahúsinu við Lækjarskóla ásamt kollega sínum Jóni Thor Gíslasyni.

1982

Um sumarið hélt Kristbergur sýningu í kaffistofu hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, þar sem hann starfaði og var það hans fyrsta einkasýning þó að hún væri ekki opinber. Hugmyndin að sýningunni var í anda Van Goghs; að færa listina til fólksins. Sýningin var fyrst og fremst ætluð starfsfólki fyrirtækisins og aðeins auglýst innanhúss. Um haustið fór útskriftarhópur MHÍ í útskriftarferð til Ítalíu og skoðaði meðal annars Feneyjabiennalinn.

1981

Tók þátt í samsýningunni Ungir hafnfirskir myndlistarmenn, sem haldin var 4. til 11. apríl í Æskulýðsheimili Hafnarfjarðar. Um sumarið starfaði hann í hraðfrystihúsi BÚH.  Hann var meðlimur í Mob Shop vinnustofunni á Snæfellsnesi og tók þátt í tónlistargjörningi og spuna í Ásmundarsal við Freyjugötu. Einnig tók hann þátt í Smámyndasýningu í Gallerí Djúpinu við Hafnarstræti. Starfaði um tveggja vikna skeið við byggingu Hrauneyjafossvirkjunar. Dagana 7. til 15. nóvember komu ungir hafnfirskir listamenn saman aftur og í þetta sinn með sýningu á verkum sínum í húsi Bjarna Riddara.

1980

Hóf nám í Grafíkdeild MHÍ um haustið.

1979

Stóðst inntökupróf í MHÍ og hóf nám við skólann um haustið.

1978

Að loknu grunnskólanámi fékk hann vinnu  við löndun og aðra skipaafgreiðslu á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Um haustið fékk hann vinnu í hraðfrystihúsi BÚH og starfaði þar næstu tólf mánuði. Kristbergur áttaði sig á því að teiknikunnáttu hans væri  ábótavant í vissum grunnatriðum og að hann þyrfti á tilsögn fagmanns að halda ef hann ætlaði að standast inntökupróf í MHÍ. Hann tók það til bragðs að sækja kvöldnámskeið í Myndlista-og Handíðaskólanum veturinn 1978-´79. Kennari var Örn Þorsteinsson myndlistarmaður.

1977

Snemma árs tók Kristbergur þá ákvörðun að leggja fyrir sig myndlistarnám þegar hann hefði aldur til. Hóf hann þá þegar að undirbúa sig með teikniæfingum uppúr listaverkabókum og eftir sínu nánasta umhverfi innandyra og utan. Hann lagði stund á þessar teikniæfingar allt fram að inntökuprófinu í Myndlista og Handíðaskólann. Um sumarið vann hann í BÚH og málaði og teiknaði í frístundum.

1976

Uppstilling á náttborði

Uppstilling á náttborði

Olía   Strigi  

0x0 cm

Verkfall

Verkfall

Olía   Masonít  

0x0 cm

Grafíkin var um þetta leyti vinsæll listmiðill og nokkuð áberandi í menningarumræðunni. Kristbergur fékk áhuga á grafíkinni og varð sér úti um efni og áhöld fyrir dúkristur; linoleumdúka, svertu, skurðarhnífa, vals og þrykkpappír. Um sumarið vann hann í BÚH og málaði í frístundum. Hann komst yfir bók í eigu föður síns sem markaði spor. Það var skáldævisagan Lífsþorsti (Lust For Life) um ævi hollenska listamannsins Vincents van Gogh. Hann hafði aldrei fyrr séð verk eftir van Gogh og krafturinn í línum og formum verkanna sem birtust í bókinnni hafði þónokkur áhrif á hann.  Bókin birtist í nokkrum verkum Kristbergs frá þessum unglingsárum hans sem hluti af uppstilllingu.

1975

Eins og títt var um unglinga í Hafnarfirði á þeim árum fékk Kristbergur vinnu um sumarið við hraðfrystihús Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Frístundirnar notaði hann til að mála. Pétur faðir Kristbergs var fiskmatsmaður og yfirverkstjóri í BÚH. Hann hóf á þessu ári að verka hákarl og var Kristbergur föður sínum til aðstoðar í því starfi frá byrjun og allt til ársins 1996. Hinn nafnkunni Snæfelllingur Þórður Halldórsson frá Dagverðará bjó í Hafnarfirði á þessum árum og var tíður gestur á heimili Kristbergs. Stundum fékk Þórður kæstan hákarl í skiptum fyrir ölkelduvatn frá Snæfellsnesi. Hann lánaði Kristbergi bók um bláa tímabil Picassos og eitt kvöldið kom hann færandi hendi með dágóðan slatta af málarastriga og gaf Kristbergi. Þórður málaði myndir og hélt sýningar og eitt sinn fékk Kristbergur að fylgjast með honum að störfum. Þórður notaði mikið aðferð sem hann kvaðst hafa lært af Dieter Roth; að hella lími yfir masonít eða krossviðarplötu, láta límið leka til, strá sandi yfir það og mála. Kristbergur gerði nokkrar tilraunir með þessa aðferð.

1974

Málverk af hesti

Málverk af hesti

Olía   Strigi  

50x40 cm

Eignaðist málaratrönur og fleiri áhöld. Málaði sínar fyrstu myndir á  grunnaðan striga strekktan á blindramma.

1973

Kristbergur eignaðist sína fyrstu olíuliti og fleira málaradót. Dag nokkurn var móðir hans á leið til Reykjavíkur í verslunarerindum og hann bað hana að kaupa nokkra liti til að mála plastmódel með. Hún misskildi beiðnina og kom heim með veglegt olíulitasett.  Plastmódelin viku fyrir nýju áhugamáli: Olíumálun. Fyrstu myndirnar voru málaðar á ógrunnaðan fóðurstriga, masonít og flöskur og fjörugrjót.

Systkinin Oddrún og Kristbergur sóttu kvöldnámskeið í Myndlista og Handíðaskóla Íslands. Kennari var Jón Reykdal.

1962

Kristbergur er fæddur í Hafnarfirð 6. janúar 1962. Hann var annað barn þeirra Péturs G. Kristbergssonar, fiskmatsmanns og verkstjóra í Hafnarfirði og Guðrúnar Steins Jónsdóttur húsmóður.  Fyrir áttu þau Oddrúnu f. 1960 og síðan bættust í systkinahópinn Sigurður Ómar f. 1963 og Guðlaug Hrönn f. 1964. Hálfsystkini Kristbergs sammæðra eru þau Guðbjörg Stella Guðmundsdóttir f. 1947,  Ágúst Vilhelm Hjaltason f. 1949, Ólafur Haukur Matthíasson f. 1951 og Lilja Matthíasdóttir f. 1955.

Fjölskyldan bjó á Brunnstíg 5 í Hafnarfirði og móðir Péturs, Oddrún Oddsdóttir, bjó í næsta nágrenni á Reykjavíkurvegi 15b, betur þekkt sem Álfagarðurinn í Hellisgerði.

Kristbergur Óðinn Pétursson
Sími: +354 694 8650
kbergur@mi.is

Vinnustofa
Lyngási 7
210 Garðabæ